Innlent

Tekinn með am­feta­mín­vökva í gja­f­a­um­búðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma frá Póllandi.
Maðurinn var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma frá Póllandi. Vísir/jói k
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem kom upp í fyrr mánuðinum en þá var karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Keflavíkurflugvelli eftir að 900 millilítrar af amfetamínvökva fannst í farangri hans.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið að koma frá Póllandi. Amfetamínvökvinn var í flösku sem var búið að pakka inn í gjafaumbúðir.

Maðurinn er með lögheimili hér á land en er af erlendu bergi brotinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins en er laus úr haldi.

Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu hefur það færst í aukana að amfetamínbasi sé fluttur inn til landsins. Gerir lögreglan ráð fyrir því að basinn sé svo unninn frekar hér á landi.

„Miðað við niðurstöður úr rannsóknum Háskóla Íslands í þeim tilfellum sem lagt hefur verið hald á amfetamínbasa er hægt útbúa þrefalt það magn eða 2,7 kíló af amfetamíni.  Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins sem fyrr sagði. Rannsókninni miðar vel og hinn grunaði laus úr gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×