Biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla til að skapa vinnufrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 14:00 Bryndís Hlöðversdóttir er ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15
Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31