Lífið

Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maruv á sviðinu í Kænugarði um helgina. Lag hennar hefur notið mikilla vinsælda í Úkraínu síðustu misseri.
Maruv á sviðinu í Kænugarði um helgina. Lag hennar hefur notið mikilla vinsælda í Úkraínu síðustu misseri. Getty/Pavlo Gonchar

Úkraína hefur hætt við þátttöku í Eurovision í Tel Aviv í Ísrael í maí. Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag.

Greint hefur verið frá mikilli ólgu innan Eurovision-samfélagsins í Úkraínu síðustu daga. Framlag landsins í keppninni í ár var valið um síðustu helgi og vann söngkonan Maruv öruggan sigur með laginu Siren Song.

Í gær varð hins vegar ljóst að Maruv yrði ekki fulltrúi Úkraínu í Eurovision í ár þar sem hún neitaði að skrifa undir samning sem úkraínska ríkissjónvarpið fór fram á að hún skrifaði undir.

Samningurinn kvað m.a. á um að sá sem keppir fyrir hönd Úkraínu í Eurovision sé ekki aðeins flytjandi lags heldur einnig sendifulltrúi landsins. Maruv kvaðst ekki geta sætt sig við tiltekin ákvæði samningsins sem hún taldi vera ritskoðun.

Í frétt Eurovision-miðilsins ESC Today segir jafnframt að flytjendurnir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti í undankeppninni um helgina, Freedom Jazz og Kazka, hafi einnig hafnað boði úkraínska ríkissjónvarpsins um þátttöku í Eurovision.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.