124 þúsund króna munur á árskostnaði fyrir dagvist og mat í grunnskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 11:13 Ekki er lagt mat á gæði matar eða vistunar í könnuninni. Vísir/Vilhelm Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar. Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.
Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira