Innlent

Katrín á topp tuttugu með Angelinu Jolie og Malölu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir er annar kvenforsætisráðherra landsins.
Katrín Jakobsdóttir er annar kvenforsætisráðherra landsins. Fréttablaðið/stefán

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er á lista CEO Magazine í Ástralíu yfir tuttugu valdamestu konur heims. Listinn er gefinn út í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna annan föstudag þann 8. mars.

Angelina Jolie prýðir forsíðu blaðsins en á meðal annarra á listanum má nefna leikkonurnar Emmu Watson og Cate Blanchett, viðskiptakonuna Melindu Gates, mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney og baráttukonuna Malölu Uousafzai.

Í umsögn um Katrínu segir að hún sé yngsti kvenleiðtogi í Evrópu og hafi sterka pólitíska sýn á kvenréttindum.

Umfjöllun CEO Magazine.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.