Tilkynna „skammarlistann“ til Persónuverndar og saka forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 18:11 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Efling sendi í gær kvörtun til Persónuverndar um „skammarlista“ sem hékk á vegg í starfsmannarými Grand Hótels. Á listanum var starfsfólki raðað eftir fjölda veikindadaga sem það hafði tekið árið 2018. Þá sakar Efling forsvarsmenn hótelsins um rangfærslur í fjölmiðlum í umfjöllun um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Telur Efling að um sé að ræða óeðlilega meðhöndlun viðkvæmra persónuupplýsinga sem brjóti í bága við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. „Efling lítur málið mjög alvarlegum augum og skorar á Persónuvernd að beita þeim refsiúrræðum sem stofnunin hefur lögum samkvæmt. Forsvarsmenn Grand Hótel hafa brugðist við frásögnum af þessum lista með rangfærslum í fjölmiðlum. Þetta hefur vakið alvarlegar spurningar um starfsanda og meðferð starfsfólks á hótelinu,“ segir í tilkynningu Eflingar. Í tilkynningu segir einnig að nokkrir félagsmenn Eflingar hafi leitað til félagsins eftir að rekstrarstjóri hengdi listann upp í opnu rými. Starfsmennirnir hafi furðað sig á ummælum yfirmanna um málið, þar á meðal ummælum framkvæmdastjóra mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel. Hann fullyrti í samtali við Mbl í vikunni að listinn hefði ekki hangið neins staðar uppi heldur aðeins verið inni á lokaðri skrifstofu yfirmanns. Efling segir starfsmennina hins vegar hafna þessum fullyrðingum. Þeir hafi nafngreint stjórnandann sem hengdi listann upp og jafnframt haldið því fram að listinn hefði hangið á veggnum vikum saman. Í vikunni birti Efling einnig mynd af listanum, þar sem hann sást hanga uppi í almennu rými, máli sínu til stuðnings í kjölfar ummæla framkvæmdastjórans. Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47