Lífið

Myndaveisla frá Söngvakeppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hatari og Hera áfram eftir gærkvöldið.
Hatari og Hera áfram eftir gærkvöldið. myndir/mummi lu
Hera Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitin Hatari tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar og nú ljóst að þessir flytjendur koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll 2. mars.

Hera Björk flutti lagið Eitt andartak en Örlygur Smári, Hera Björk og Valgeir sömdu lag og texta.

Hljómsveitin Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra en þessi tvö lög komust áfram. Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og fangaði stemninguna eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×