Lífið

Sóli þvoði hár og fékk borgað í strípum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Sóli alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Grínistinn vinsæli Sólmundur Hólm Sólmundarson fór á rúntinn með Kjartani Atla Kjartanssyni í Íslandi í dag á föstudaginn þar sem þeir keyrðu um æskuslóðir Sóla og ræddu málin.

Þar sagði hann meðal annars frá því hvernig hann verðlaunaði sig með því að syngja karókí-lög, einsamall.

Sóli Hólm ólst upp í Langholtshverfinu og gekk í Langholtsskóla.

„Ég er Langholtsskóli í gegn. Byrjaði í fyrsta bekk og var upp í tíunda bekk. Ég flutti upp í Grafarvog í fimm ár en neitaði að skipta um skóla,“ segir Sóli.

Sóli hékk mikið á hárgreiðslustofu í Langholtshverfinu sem unglingur og var orðinn algjör heimalingur á stofunni. Svo langt gekk það að Sóli var farinn að þvo hár á viðskiptavinum og fékk borgað í strípum.

„Ég var vinsæll. Mér leið vel í skólanum en átta mig ekki alveg á því hvort ég hafi alveg verið maðurinn,“ segir Sóli á léttu nótunum og bætir við:

„Kannski spyrðu einhvern annan og hann segir: Sóli, þetta er mesti lúðinn sem hefur gengið hérna um hverfið.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×