Lífið

Sóli þvoði hár og fékk borgað í strípum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Sóli alltaf skemmtilegur í viðtölum.

Grínistinn vinsæli Sólmundur Hólm Sólmundarson fór á rúntinn með Kjartani Atla Kjartanssyni í Íslandi í dag á föstudaginn þar sem þeir keyrðu um æskuslóðir Sóla og ræddu málin.

Þar sagði hann meðal annars frá því hvernig hann verðlaunaði sig með því að syngja karókí-lög, einsamall.

Sóli Hólm ólst upp í Langholtshverfinu og gekk í Langholtsskóla.

„Ég er Langholtsskóli í gegn. Byrjaði í fyrsta bekk og var upp í tíunda bekk. Ég flutti upp í Grafarvog í fimm ár en neitaði að skipta um skóla,“ segir Sóli.

Sóli hékk mikið á hárgreiðslustofu í Langholtshverfinu sem unglingur og var orðinn algjör heimalingur á stofunni. Svo langt gekk það að Sóli var farinn að þvo hár á viðskiptavinum og fékk borgað í strípum.

„Ég var vinsæll. Mér leið vel í skólanum en átta mig ekki alveg á því hvort ég hafi alveg verið maðurinn,“ segir Sóli á léttu nótunum og bætir við:

„Kannski spyrðu einhvern annan og hann segir: Sóli, þetta er mesti lúðinn sem hefur gengið hérna um hverfið.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.