Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 23:30 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu. Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00