Þrælar sér ekki út fyrir leigufélögin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00