Innlent

Eldur kom upp í rafmagnsteppi í rúmi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en þörf var á því að reykræsta.
Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en þörf var á því að reykræsta. Vísir/vilhelm

Eldur kom upp í húsi í póstnúmeri 108 þegar klukkan var að ganga hálftvö í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang höfðu öryggisverðir slökkt eldinn sem komið hafði upp í rafmagnsteppi sem sett hafði verið í rúm.

Einn íbúi var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Að því er segir í skeyti lögreglu hafði íbúi ætlað að hita rúmið fyrir notkun og var því ekki í rúminu þegar eldurinn kviknaði. Mikill reykur var hins vegar í húsinu og mætti slökkviliðið á staðinn til að reykræsta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.