Átján ára piltur var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í febrúar 2017. Pilturinn var þá 16 ára og hafði verið í fjögurra mánaða sambandi með stúlkunni.
Pilturinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta nauðung fyrir að hafa læst herbergi stúlkunnar. Hann handlék hníf, tók stúlkuna hálstaki, sló höfði hennar utan í vegg og nauðgaði henni. Stúlkan bar að hann hefði glott á meðan.
Fram kemur í dómnum að frásögn ákærða um það að hann hafi fengið samþykki stúlkunnar hafi breyst þrisvar.
Skilorð fyrir að nauðga kærustu
Daníel Freyr Birkisson skrifar
