Manni fer nú ekkert fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 "Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn. Fréttablaðið/Ernir Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Vésteinn Ólason, prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, er áttræður í dag. Hann heldur góðri heilsu og lætur enn muna um sig í fræða- og útgáfustörfum. „Það er ótrúlegt að þú sért áttræður,“ segi ég ósjálfrátt er ég hitti Véstein Ólason prófessor á heimili sínu og Unnar Alexöndru Jónsdóttur kennara við Klapparstíginn. „Já, þetta er samningur,“ segir hann kíminn. Hann er nýkominn inn frá því að viðra hundinn og Unnur tekur seppa í fangið svo hann verði ekki með gestalæti en við Vésteinn tyllum okkur í stofunni. Vésteinn var forstöðumaður Árnastofnunar síðustu tíu ár starfsævinnar en þó svo henni hafi átt að ljúka fyrir tíu árum kveðst hann ekki sverja af sér að vera enn að stússast í fræðunum. „Ég vinn samt ekki fullan vinnudag, manni fer nú ekkert fram með aldrinum. En það sem ég er aðallega að fást við núna er að ljúka verkefni sem ég byrjaði á þegar ég var á Árnastofnun. Það er Konungsbók Eddukvæða. Við erum að gera rafræna útgáfu af henni sem er þannig að þar er hægt að gera alls konar rannsóknir, umfram þær sem gerðar verða með venjulegri bók. Henni fylgir svo bók með nákvæmum texta og þremur ritgerðum, þannig að það verður búið að lýsa henni betur og nákvæmar en nokkurri annarri bók á Íslandi. Þetta verkefni er alveg á lokasprettinum. Ég er að lesa prófarkir og vona að við komum bókinni út í vor. Svo er annað sem ég er að grípa í. Fyrir 20 árum kom út bók sem heitir Samræður við söguöld, hún kom út á ensku um leið en er uppseld. Nú er verið að gefa hana út í rafbók hjá Forlaginu því stúdentar hingað og þangað nota þær og geta nálgast á netinu.“ Notar þú rafbækur sjálfur? „Já, svolítið, ég er ekkert mjög spenntur fyrir því en unga fólkið bæði sparar sér fé með því og nær strax í bókina.“ Nú berst talið að tómstundum þeirra hjóna. „Þegar maður er kominn á eftirlaun er erfitt að segja hvað eru frístundir og hvað ekki,“ segir Vésteinn brosandi. „En við göngum með hundinn, ferðumst stundum og eigum bústað austur í Grímsnesi sem við förum í, sérstaklega á sumrin, en líka að vetrinum um helgar. Svo förum við á tónleika. Erum svo vel staðsett að við erum fimm mínútur að labba í Hörpu og Þjóðleikhúsið. Svo fer hluti af tómstundunum í að hitta afkomendurna. Við eigum tvö börn, þrjú barnabörn og eitt barna-barnabarn.“ Vésteinn segir eitt og hálft ár síðan þau hjón fluttu á Klapparstíginn eftir að hafa búið í sama húsinu vestur í bæ í 45 ár. „Þetta er ágætt, aðeins minna pláss og útsýnið gott yfir flóann.“ Ætlarðu að halda upp á daginn? forvitnast ég. „Við erum að gera það í smáskömmtum. Héldum svolítið stórt upp á sjötugsafmælið en nú erum við að fá fjölskylduna hingað heim í smá hópum. Það verður lítið um að vera á afmælinu sjálfu, en einhverjir koma. Við erum alltaf með heitt á könnunni, líka fyrir okkur sjálf, ég er óttalegur kaffisvelgur og vil hafa það sterkt!“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira