Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Samgönguráðherra segir að í nýsamþykktri samgönguáætlun felist ekki val á einni tiltekinni leið til fjármögnunar átaksverkefna í vegagerð, til að mynda með veggjöldum. Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. Alþingi samþykkti nýlega samgönguáætlun og breytingartillögur sem fólu í sér tilmæli til samgönguráðherra að koma fram með frumvarp á næstu vikum um fjármögnun átaksverkefna í samgöngumálum þar sem horft yrði til veggjalda. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist vera skoða fleiri leiðir. Meðal annars að nýta arðgreiðslur, eignatekjur og eingreiðslur til ríkisins. „Við ætlum einfaldlega að skoða þetta allt samþætt. Við tökum þessa umræðu í þinginu. Þá með frumvarpi þar sem heimild væri til að taka á þessu með gjaldtöku. Það má líka horfa á allar þessar mismunandi leiðir í bland,“ segir Sigurður Ingi. Tilgangurinn væri að geta framkvæmt meira á næstu árum til að auka skilvirkni og öryggi vegakerfisins. Jón Gunnarsson formaður samgöngunefndar sagði í fréttum okkar í vikunni að samgönguráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn í þessum efnum. Ráðherra segist vinna samkvæmt stjórnarsáttmála, vilja Alþingis og fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til næstu fimm ára. „Hvernig svo nákvæmlega fjármögnunin verður mun skýrast á næstu vikum og mánuðum. Sú umræða verður tekin í þinginu og í samfélaginu. Þetta er stórkostleg kerfisbreyting og það er mikilvægt að sem flestir séu með okkur í þeirri vegferð,“ segir samgönguráðherra. Hann vill meðal annars horfa til þess að nýta arðgreiðslur frá Landsvirkjun sem fjármálaráðherra hefur árum saman talað um að setja í þjóðarsjóð til að mæta óvæntum áföllum.Ertu búinn að ræða það við hann að þú viljir taka þessa peninga og setja þá í samgöngumálin? „Já, já við höfum rætt ólíkar leiðir. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum rætt. Þær eru fleiri. Við erum að horfa á eignatekjur ríkisins og arðgreiðslur. Hvernig við getum nýtt þær.“Þannig að það er samstaða um það í ríkisstjórninni að nota jafnvel þetta fé frá Landsvirkjun í þessi mál? „Við erum að skoða þetta. Ég kom þessu fram til að menn áttuðu sig á því. Það er í samgönguáætlun ekki búið að velja eina leið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira