Lífið

Ellen boðaði til Friends endurkomu til að stofna Instagramreikning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cox komin í eina milljón.
Cox komin í eina milljón.
Eins og margir vita lék Courteney Cox Monica í þáttunum vinsælu Friends.

Hún mætti í spjallþátt Ellen á dögunum til að ræða nýjan raunveruleikaþátt sem hún stýrir en þættirnir bera nafnið Pregnant.

Þar er fylgst með pari sem fer í gegnum meðgöngutímabilið alveg frá byrjun til enda.

Cox hefur hingað til ekki verið á Instagram og ákvað hún að fá hjálp Ellen til að stofna reikning.

Ellen fékk gamla Friends leikmynd lánaða til að taka mynd og boðaði hún einnig Lisa Kudrow á svæðið en hún fór með hlutverk Phoebe í þáttunum.

Frá því að Cox birti myndina á Instagram er hún komin með eina milljón fylgjendur.

 
 
 
View this post on Instagram
Hello Instagram! I’m here with a little help from my friends. : Michael Rozman/Warner Bros.

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Jan 29, 2019 at 9:40am PST
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.