Leituðu í Rangá að manni sem var saknað eftir þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 10:45 Bátar voru settir á flot til að leita í Rangá en maðurinn skilaði sér kaldur og hrakinn heim um klukkustund eftir að útkallið barst. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira