Innlent

World Class stækkar á Selfossi: Átta hundruð manns æfa í stöðinni daglega

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
World Class stöðin á Selfossi er mjög vinsæl en er í sama húsnæði og Sundhöll Selfoss. Ef allt gengur upp verður stöðin stækkuð á næstu mánuðum.
World Class stöðin á Selfossi er mjög vinsæl en er í sama húsnæði og Sundhöll Selfoss. Ef allt gengur upp verður stöðin stækkuð á næstu mánuðum. ProArk Selfossi.
„Stöðin á Selfossi er löngu sprungin og því höfum við átt fund með bæjaryfirvöldum um stækkun stöðvarinnar. Okkur var vel tekið og vonumst við til að geta tekið 400 fermetra viðbyggingu við stöðina í notkun um næstu áramót en stöðin er í dag um 850 fermetrar. Í nýju byggingunni verða nýir leikfimisalir, tækjasalur og fleira spennandi“, segir Björn Leifsson, einn eigandi World Class.

Selfyssingar og nærsveitamenn eru duglegir að fara í ræktina því þar æfa að meðaltali um 800 manns á dag og 3.200 manns eiga kort í stöðina. „Já, stöðin á Selfossi er ein af okkar bestu og öflugstu stöðvum og því nauðsynlegt að bregðast við og stækka stöðina sem fyrst“, bætir Björn við.

Stækkunin kemur á norðurhlið hússins og verður um umtalsverða stækkun að ræða sem mun stórauka þjónustu við notendur stöðvarinnar.

Um 800 manns æfa á hverjum degi hjá World Class á Selfossi. Stöðin opnaði á Selfossi 2. janúar 2016.Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×