Stemmning fyrir verkföllum í mars Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56
Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent