„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 12:30 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Vísir/Vilhelm Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“ Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag. Hluti garðsins, Fógetagarðurinn svokallaði, er þegar friðlýstur en Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða hluta Víkurgarðs sem er innan þess reits þar sem hótelið á að rísa. Það er í höndum Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að taka afstöðu til skyndifriðunarinnar og mun ákvörðun hennar liggja fyrir síðar í dag. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir ljóst að það myndi hafa verulegt tjón í för með sér ef ráðherra staðfestir friðlýsinguna. „Eins og komið hefur fram áður mun það valda okkur verulegu fjárhagslegu tjóni og bara í samræmi við minjalög og eins og komið hefur fram áður þá verður það sótt af fullum þunga í ríkissjóð,“ segir Jóhannes. „Þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna, við þurfum auðvitað að gera verulegar breytingar á hönnun verkefnisins, við þurfum síðan bara að kanna hver okkar réttarstaða er en ég býst þá bara við að málinu yrði stefnt fyrir dómstóla og myndi þá bara hafa sinn gang þar.“ Hann kveðst þó binda vonir við að ákvörðun ráðherra verði á annan veg. „Þá hefur borgarlögmaður til dæmis bent á að ákvörðunin yrði ólögmæt og ekki í samræmi við minjalög. Þannig að við bara treystum því að ráðherra muni fara að lögum, það er það eina sem við getum í sjálfu sér vonað,“ segir Jóhannes. Lindarvatn lét gera könnun meðal landsmanna um hvort þeir kysu frekar að styðja við uppbyggingaráform í samræmi við deiliskipulagstillögu Reykjavíkurborgar eða tillögu minjastofnunar um friðlýsingu. Jóhannes segir niðurstöðurnar hafa verið afdráttarlausar. „Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðja frekar áform í samræmi við deiliskipulag Reykjavíkurborgar og 85% Rekvíkinga raunar, þannig að vilji almennings er nokkuð skýr.“
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira