Dagur hefði unnið með nýju reglunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2019 08:30 Ari Ólafsson og Dagur Sigurðsson mættust í einvíginu í fyrra. RÚV Dagur Sigurðsson hefði staðið uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu og boðað hefur verið í ár. Breytingin felur í sér að atkvæðin sem lögin tvö fá í fyrri umferð úrslitakvöldsins munu fylgja þeim í einvígið, en fram að þessu hafa atkvæðin úr fyrri umferð núllast út. Í einvíginu í fyrra mættust Dagur, með lagið Í stormi, og Ari Ólafsson, sem flutti lagið Our Choice. Dagur hafði afgerandi forystu eftir fyrri umferðina en Ari hafði betur í einvíginu með nokkrum yfirburðum. Hefði Dagur hins vegar fengið stigin úr fyrri umferðinni með sér í einvígið hefði hann haft betur og verið fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal.Stigin eftir fyrri umferðina voru svona:Dagur Sigurðsson, Í stormiDómarar: 20.183Áhorfendur: 24.547Samtals: 44.730Ari Ólafsson, Our Choice Dómarar: 17.453Áhorfendur: 18.408Samtals: 35.861 Í einvíginu hafði Ari þó nokkra yfirburði, fékk 44.919 atkvæði gegn 39.547 atkvæðum Dags. Hefðu þeir hins vegar tekið atkvæðin með sér í einvígið þá hefði Dagur fengið samtals 84.277 en Ari 80.780. Því hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari í fyrra hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu líkt og verður í ár. Ætla má að þetta séu einu úrslitin sem nýja fyrirkomulagið hefði breytt.María Ólafsdóttir og Friðrik Dór Jónsson mættust í einvíginu 2015.Vísir/AndriMaría Ólafs rústaði einvíginuÁrið 2015 hafði María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, mikla yfirburði í einvíginu gegn Friðriki Dór, með lagið Once Again. María fékk 21.437 í fyrri símakosningunni en 49.337 atkvæði í einvíginu, samtals 70.744 atkvæði. Friðrik Dór fékk 21.834 í fyrri umferðinni en 34.016 í einvíginu, alls 55.850. Í keppninni árið 2015 gaf dómnefndin lögunum stig frá 4 og upp í 12. Erfitt er því að meta hvernig sú einkunnagjöf hefði haft áhrif á niðurstöðuna í einvíginu hefði hún fylgt lögunum milli umferða. Friðrik fékk þar 12 stig en María 7 stig.Greta Salóme var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2016.Vísir/GettyGreta með mikla yfirburðiÁrið 2016 hafði Greta Salóme, með lagið Hear Them Calling, mikla yfirburði gegn Öldu Dís, með lagið Now. Samanlögð stig úr símakosningu og dómnefnd voru á þá leið að Greta var með 20.869 fyrir einvígið en Alda var með 22.897 stig. Alda hafði því forystu fyrir einvígið en þar stóð Greta uppi sem afgerandi sigurvegari, fékk 39.807 atkvæði en Alda 25.111.Svala Björgvins og Daði Freyr mættust í einvíginu árið 2017.Vísir/AndriDaði átti aldrei sénsÁrið 2017 hafði Svala Björgvinsdóttir, með lagið Paper, einnig mikla yfirburði gegn Daða Frey Péturssyni, með lagið Is This Love?. Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með. Í einvíginu fékk Svala 81.900 atkvæði en Daði 48.100 atkvæði. Ekki er hægt að fara lengra aftur en 2015 því RÚV gaf ekki upp hversu mörg atkvæði voru greidd í keppninni. Árið 2012 markaði vatnaskil í úrslitum Söngvakeppninnar því niðurstaðan það árið varð til þess að ákveðið var að taka upp einvígið. Strákabandið Blár Ópal, með lagið Stattu upp, fékk flest atkvæði frá áhorfendum en Greta Salóme og Jónsi, með lagið Never forget, voru í öðru sæti í símakosningunni en efsta sæti hjá dómnefnd. Blár Ópal var í fjórða sæti hjá sömu dómnefnd og tryggði samanlögð niðurstaða áhorfenda og dómnefndar því Gretu og Jónsa sigurinn. Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppninni Atkvæðamagnið það árið var ekki gefið upp en Blár Ópal óskaði eftir að fjöldi atkvæða frá áhorfendum og niðurstaða dómnefndar yrði birt. Árið 2015 var síðan í fyrsta skiptið sem RÚV ákvað að birta fjölda atkvæða og niðurstöðu dómnefndar.Júlí Heiðar Halldórsson, lagahöfundur.Júlí Heiðar nefndi þetta í september RÚV kynnti breytingar á fyrirkomulagi Söngvakeppninnar í september síðastliðnum en þar var ekki að finna fyrirætlanir um breytingar á einvíginu.Eurovision-vefurinn ESCEXTRA ræddi af því tilefni við þrjá Íslendinga um þessar breytingar, þar á meðal Júlí Heiðar Halldórsson sem samdi lagið Í stormi sem Dagur flutti. Þar lýsti Júlí Heiðar þeirri skoðun að atkvæðin í einvíginu ættu að bætast við stigin sem lögin fengu frá áhorfendum og dómnefndum fyrir einvígið. Í samtali við Vísi segir hann þetta hafa verið rætt skömmu eftir úrslit Söngvakeppninnar í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi. Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefði staðið uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni Sjónvarpsins hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu og boðað hefur verið í ár. Breytingin felur í sér að atkvæðin sem lögin tvö fá í fyrri umferð úrslitakvöldsins munu fylgja þeim í einvígið, en fram að þessu hafa atkvæðin úr fyrri umferð núllast út. Í einvíginu í fyrra mættust Dagur, með lagið Í stormi, og Ari Ólafsson, sem flutti lagið Our Choice. Dagur hafði afgerandi forystu eftir fyrri umferðina en Ari hafði betur í einvíginu með nokkrum yfirburðum. Hefði Dagur hins vegar fengið stigin úr fyrri umferðinni með sér í einvígið hefði hann haft betur og verið fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal.Stigin eftir fyrri umferðina voru svona:Dagur Sigurðsson, Í stormiDómarar: 20.183Áhorfendur: 24.547Samtals: 44.730Ari Ólafsson, Our Choice Dómarar: 17.453Áhorfendur: 18.408Samtals: 35.861 Í einvíginu hafði Ari þó nokkra yfirburði, fékk 44.919 atkvæði gegn 39.547 atkvæðum Dags. Hefðu þeir hins vegar tekið atkvæðin með sér í einvígið þá hefði Dagur fengið samtals 84.277 en Ari 80.780. Því hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari í fyrra hefði sama fyrirkomulag verið á einvíginu líkt og verður í ár. Ætla má að þetta séu einu úrslitin sem nýja fyrirkomulagið hefði breytt.María Ólafsdóttir og Friðrik Dór Jónsson mættust í einvíginu 2015.Vísir/AndriMaría Ólafs rústaði einvíginuÁrið 2015 hafði María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, mikla yfirburði í einvíginu gegn Friðriki Dór, með lagið Once Again. María fékk 21.437 í fyrri símakosningunni en 49.337 atkvæði í einvíginu, samtals 70.744 atkvæði. Friðrik Dór fékk 21.834 í fyrri umferðinni en 34.016 í einvíginu, alls 55.850. Í keppninni árið 2015 gaf dómnefndin lögunum stig frá 4 og upp í 12. Erfitt er því að meta hvernig sú einkunnagjöf hefði haft áhrif á niðurstöðuna í einvíginu hefði hún fylgt lögunum milli umferða. Friðrik fékk þar 12 stig en María 7 stig.Greta Salóme var fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2016.Vísir/GettyGreta með mikla yfirburðiÁrið 2016 hafði Greta Salóme, með lagið Hear Them Calling, mikla yfirburði gegn Öldu Dís, með lagið Now. Samanlögð stig úr símakosningu og dómnefnd voru á þá leið að Greta var með 20.869 fyrir einvígið en Alda var með 22.897 stig. Alda hafði því forystu fyrir einvígið en þar stóð Greta uppi sem afgerandi sigurvegari, fékk 39.807 atkvæði en Alda 25.111.Svala Björgvins og Daði Freyr mættust í einvíginu árið 2017.Vísir/AndriDaði átti aldrei sénsÁrið 2017 hafði Svala Björgvinsdóttir, með lagið Paper, einnig mikla yfirburði gegn Daða Frey Péturssyni, með lagið Is This Love?. Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með. Í einvíginu fékk Svala 81.900 atkvæði en Daði 48.100 atkvæði. Ekki er hægt að fara lengra aftur en 2015 því RÚV gaf ekki upp hversu mörg atkvæði voru greidd í keppninni. Árið 2012 markaði vatnaskil í úrslitum Söngvakeppninnar því niðurstaðan það árið varð til þess að ákveðið var að taka upp einvígið. Strákabandið Blár Ópal, með lagið Stattu upp, fékk flest atkvæði frá áhorfendum en Greta Salóme og Jónsi, með lagið Never forget, voru í öðru sæti í símakosningunni en efsta sæti hjá dómnefnd. Blár Ópal var í fjórða sæti hjá sömu dómnefnd og tryggði samanlögð niðurstaða áhorfenda og dómnefndar því Gretu og Jónsa sigurinn. Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppninni Atkvæðamagnið það árið var ekki gefið upp en Blár Ópal óskaði eftir að fjöldi atkvæða frá áhorfendum og niðurstaða dómnefndar yrði birt. Árið 2015 var síðan í fyrsta skiptið sem RÚV ákvað að birta fjölda atkvæða og niðurstöðu dómnefndar.Júlí Heiðar Halldórsson, lagahöfundur.Júlí Heiðar nefndi þetta í september RÚV kynnti breytingar á fyrirkomulagi Söngvakeppninnar í september síðastliðnum en þar var ekki að finna fyrirætlanir um breytingar á einvíginu.Eurovision-vefurinn ESCEXTRA ræddi af því tilefni við þrjá Íslendinga um þessar breytingar, þar á meðal Júlí Heiðar Halldórsson sem samdi lagið Í stormi sem Dagur flutti. Þar lýsti Júlí Heiðar þeirri skoðun að atkvæðin í einvíginu ættu að bætast við stigin sem lögin fengu frá áhorfendum og dómnefndum fyrir einvígið. Í samtali við Vísi segir hann þetta hafa verið rætt skömmu eftir úrslit Söngvakeppninnar í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi.
Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira