Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll í kvöld. RÚV Ari Ólafsson vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hann hafði betur gegn Degi Sigurðssyni í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Greinilegt er að Ari vann talsvert á í einvíginu því Dagur vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Atkvæðaskiptingin í einvíginu var ekki lesin upp þegar úrslitin voru kynnt í beinni útsendingu.Svona var staðan eftir að niðurstaða dómnefndar hafði verið kynnt.Hér má sjá hvernig áhorfendur greiddu atkvæði í fyrri umferðinni.„Ég vil bara segja, þetta er kærleikur og ást og tónlist kemur okkur öllum saman. Og við erum öll saman hérna og þetta er yndisleg stund og þetta er mikilvægt hvað það er mikil ást í loftinu og ég vil bara segja takk kærlega fyrir Ísland þetta er svo fallegt af ykkur, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Ari á sviðinu eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt.Ari Ólafsson og hópurinn hans þegar úrslitin voru kynnt.Hér fyrir neðan má sjá flutning Ara á laginu Our Choice í úrslitunum í kvöld. Ari mun stíga á svið fyrir Íslands hönd í Altice Arena á fyrra undankvöldi Eurovision þann áttunda maí næstkomandi. Þessum unga söngvara bíður það erfiða verkefni að koma Íslendingum í úrslit Eurovision, en síðastliðin þrjú ár hefur það ekki tekist. En hver er þessi ungi söngvari? Ari er aðeins nítján ára gamall, fæddur árið 1998. Hann hefur sungið síðan hann man eftir sér en vakti fyrst talsverða athygli þegar hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá ellefu ára gamall. „Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ sagði Ari í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Hann hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík eftir sýninguna, fyrst hjá Garðari Cortes en síðan hjá Bergþóri Pássyni. Þrettán ára gamall söng hann með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu. Um var að ræða lagið The Prayer sem meðal annars Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið saman. Hann tók tvisvar þátt í söngkeppni Menntaskólans í Hamrahlíð og var í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og í fyrstu þáttaröðinni af The Voice.Í desember síðastliðnum fékk Ari þær fréttir að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni.Hann sagði frá þessu í viðtali við Fréttablaðið í desember en þar ljóstraði hann því einnig upp að hann væri skyldur söngsystkinunum Diddú og Páli Óskari, en amma Ara og faðir Páls Óskar og Diddúar voru systkini. Eurovision Tengdar fréttir Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár Völdu úr þremur lögum sem Saara Aalto flutti. 3. mars 2018 20:07 Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Ari Ólafsson vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hann hafði betur gegn Degi Sigurðssyni í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Greinilegt er að Ari vann talsvert á í einvíginu því Dagur vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Atkvæðaskiptingin í einvíginu var ekki lesin upp þegar úrslitin voru kynnt í beinni útsendingu.Svona var staðan eftir að niðurstaða dómnefndar hafði verið kynnt.Hér má sjá hvernig áhorfendur greiddu atkvæði í fyrri umferðinni.„Ég vil bara segja, þetta er kærleikur og ást og tónlist kemur okkur öllum saman. Og við erum öll saman hérna og þetta er yndisleg stund og þetta er mikilvægt hvað það er mikil ást í loftinu og ég vil bara segja takk kærlega fyrir Ísland þetta er svo fallegt af ykkur, ég elska ykkur svo mikið,“ sagði Ari á sviðinu eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt.Ari Ólafsson og hópurinn hans þegar úrslitin voru kynnt.Hér fyrir neðan má sjá flutning Ara á laginu Our Choice í úrslitunum í kvöld. Ari mun stíga á svið fyrir Íslands hönd í Altice Arena á fyrra undankvöldi Eurovision þann áttunda maí næstkomandi. Þessum unga söngvara bíður það erfiða verkefni að koma Íslendingum í úrslit Eurovision, en síðastliðin þrjú ár hefur það ekki tekist. En hver er þessi ungi söngvari? Ari er aðeins nítján ára gamall, fæddur árið 1998. Hann hefur sungið síðan hann man eftir sér en vakti fyrst talsverða athygli þegar hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá ellefu ára gamall. „Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ sagði Ari í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Hann hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík eftir sýninguna, fyrst hjá Garðari Cortes en síðan hjá Bergþóri Pássyni. Þrettán ára gamall söng hann með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu. Um var að ræða lagið The Prayer sem meðal annars Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið saman. Hann tók tvisvar þátt í söngkeppni Menntaskólans í Hamrahlíð og var í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og í fyrstu þáttaröðinni af The Voice.Í desember síðastliðnum fékk Ari þær fréttir að hann hefði komist inn í The Royal Academy of Music í London, elsta tónlistarskóla þar í landi og einn af þeim virtari í veröldinni.Hann sagði frá þessu í viðtali við Fréttablaðið í desember en þar ljóstraði hann því einnig upp að hann væri skyldur söngsystkinunum Diddú og Páli Óskari, en amma Ara og faðir Páls Óskar og Diddúar voru systkini.
Eurovision Tengdar fréttir Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár Völdu úr þremur lögum sem Saara Aalto flutti. 3. mars 2018 20:07 Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45
Heyrðu Eurovision-framlag Finna í ár Völdu úr þremur lögum sem Saara Aalto flutti. 3. mars 2018 20:07
Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42