Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 10:16 Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu. Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu.
Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Sjá meira
Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56
Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning