Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. vísir/vilhelm Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00