Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða málin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21
Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15