Innlent

Fimmtán ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi

Kjartan Kjartansson skrifar
Nokkur fjöldi lögreglumanna var einnig stöðvaður vegna gruns um ölvun eða fíkniefnaneyslu.
Nokkur fjöldi lögreglumanna var einnig stöðvaður vegna gruns um ölvun eða fíkniefnaneyslu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fimmtán ára gamals drengs sem ók bifreið í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt. Félagar drengsins sem voru með honum í bíltúr náðu að forða sér á hlaupum þegar bíllinn stöðvaðist.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að sökum ungs aldurs hafi drengurinn aldrei hlotið ökuréttindi. Hann og bifreiðin hafi verið færð til forráðamanna sem var sagt frá uppákomunni. Málið var jafnframt tilkynnt til barnaverndar.

Töluvert var um ölvunar- og fíkniefnaakstur í borginni í gærkvöldi og nótt. Auk þess hafði lögregla afskipti af tveimur mönnum á veitingahúsi í miðborginni. Þeir eru grunaðir um brot á vopna- og áfengislögum auk hótana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×