Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2019 13:08 Blint var og keyrði önnur rútan í flóðið en það náðist að kippa rútunni úr skaflinum og komu þá moksturstæki og ruddu veginn. Helga Snævarr segir þetta lífsreynslu sem gleymist seint. Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Hópurinn sem lenti í snjóflóðum í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun er kominn heilu og höldnu á Djúpavog. Að sögn Helgu Snævarr Kristjánsdóttur fararstjóra í annarri rútunni sem keyrði fram á nýfallið flóðið var hópurinn sem þar var á ferð af blönduðu þjóðerni. Og fannst þetta býsna mikið ævintýri. Tvær rútur frá SBA Norðurleið voru á leið frá Höfn á austurleið þegar þau keyrðu fram á snjóflóðið sem Vísir greindi frá í morgun. „Við komum að flóðinu mínútu eftir að það féll. Það var svo blint, skyggni núll og bílstjórinn sá ekki skaflinn fyrr en hann var kominn inn í hann,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ótrúlega margir á ferðinni í þessari vetrarfærð Engin slys urðu á fólki en þetta var vænt flóð sem lokaði veginum. Um var að ræða tvær rútur frá SBA og svo var önnur frá Snælandi Grímssyni að koma úr hinni áttinni. „Það er mikil hreyfing í fjöllunum þarna fyrir ofan. Svo féll annað flóð meðan við vorum að bíða eftir vegagerðinni eða mokstrinum.Frá Hvalnesskriðum nú áðan. Miklar skriður eru þar sem snjóflóðið féll og mikil hreyfing í fjöllum. Helga segir furðu mikla umferð í þeirri miklu vetrarfærð sem nú er.Þarna komu að margir bílaleigubílar, ótrúlega margir á ferð í þessari vetrarfærð. Við snerum því fólki við, og reyndum að koma því úr skriðusvæðinu sjálfu. Þarna eru miklar skriður, en háar girðingar sem björguðu miklu. Ef girðingin hefði ekki verið hefði seinna flóðið farið á einhvern af bílunum.“Lífsreynsla sem fólk gleymir seint Helga segir þau á hringferð með hóp blandaðs þjóðernis. Átta daga hringferð og er afar spennandi fyrir fólk að fara um hið mikla vetrarríki sem nú er á Íslandi. „Jájá, fólki er brugðið, brá sérstaklega þegar það sá seinna flóðið falla. Sá þá að þetta er stórhættulegt. Þetta er lífsreynsla sem þau gleyma ekki en þetta er fólk frá löndum þar sem lítið er um snjó.“ Moksturstæki komu og opnuðu veginn og hópurinn er nú kominn á Djúpavog, fólk er að fá sér hressingu og fara yfir stöðuna.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38