Sport

Mikil sárindi í Super Bowl fyrirsögn í blaði í New Orleans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Twitter/The Times-Picayune

Fólkið í New Orleans ætlar seint að sætta sig við það að Saints liðið hafi misst af sæti í Super Bowl.

New Orleans Saints komst ekki í Super Bowl leikinn í ár eftir mjög sárt tap í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á móti Los Angeles Rams.

Fjölmiðlarnir í borginni, bæði sjónvarpsstöðvar og blöð, hafa verið með ýmisskonar skot á NFL-deildina á þeim tveimur vikum sem eru liðnar og það breyttist ekkert eftir Super Bowl leikinn í gær.

Varnarmaður Los Angeles Rams komst upp með augljóst leikbrot í lok leiksins og Rams-liðið vann síðan í framlengingu.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig eitt stærsta blaðið í borginni, The Times-Picayune, fjallaði um Super Bowl leikinn.



 

Hér er samt engu logið með það að frammistaða Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum var hreinasta hörmung og liðinu tókst ekki að skora snertimark í leiknum. Liðið skoraði bara þrjú stig og þau komu úr einu löngu vallarmarki.



 

 

 

 


Tengdar fréttir

Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu

Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×