Saman á móti rest í stjórnarskrármálinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:15 Bjarni og Sigmundur eru sammála um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fréttablaðið/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sammála Bjarna Benediktssyni um að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þetta kemur fram í fundargerð af fundi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar 16. janúar síðastliðinn. Á fundi formannanefndarinnar í október lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt hann beri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum formannanna um efnið teldi hann hópinn kominn á kaf í umræðu um efni sem standi fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða. Á janúarfundi formannanna hóf Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, umræðu um efnið í tilefni fyrrgreindrar bókunar Bjarna. Var bókað eftir Loga að spurningar vöknuðu um hvort forsendur fyrir áframhaldandi vinnu væru brostnar, enda væri skýrt tekið fram í minnisblaði forsætisráðherra um vinnu formannanefndarinnar að um heildarendurskoðun væri að ræða. Nokkur umræða fór fram um efnið meðal formanna flokkanna og í kjölfarið lagði forsætisráðherra fram bókun um mikilvægi þess að halda áfram því verkefni sem þau hefðu hafið sem fæli í sér heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Undir bókun forsætisráðherra tóku formenn Viðreisnar, Flokks fólksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins kvaðst hins vegar vilja taka undir bókun formanns Sjálfstæðisflokksins frá fyrri fundi. „Það liggur fyrir að flokkarnir hafa ólíkar skoðanir um hversu miklu eigi að breyta en sú vinna sem hefur átt sér stað hefur gengið mjög vel og er á áætlun,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur forsendur fyrir vinnunni ekki brostnar þrátt fyrir bókanir formanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og er sátt við framvinduna í vinnunni. „Það er auðvitað grafalvarlegt þegar það liggur fyrir fyrirkomulag sem forsætisráðherra leggur upp með og formaður flokks sem starfar með henni í ríkisstjórn sér ástæðu til að bóka gegn,“ segir Logi Einarsson um bókun sína. Hann segir mikilvægt að þeir sem komi að vinnunni hafi sameiginlegan skilning á verkefninu, ekki síst í ljósi þess hvernig vinnunni er forgangsraðað. „Ég get samt tekið undir með Katrínu að þetta er tilraunarinnar virði og það skiptir máli að reyna þetta,“ segir Logi. Vinna formanna flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar byggir á minnisblaði forsætisráðherra frá janúar 2018. Í því er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem vikið er að endurskoðuninni með orðunum: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs.“ Ljóst er að ekki eru allir formenn stjórnarflokkanna á einu máli um endurskoðunina, hvað sem stjórnarsáttmálanum líður.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Stj.mál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira