Innlent

Skítaveður víða um land

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Það er leiðindaveður í kortunum fyrir næstu daga.
Það er leiðindaveður í kortunum fyrir næstu daga. Fréttablaðið/Eyþór

Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs en von er á hvassviðri eða stormi víða um land í dag. Vegagerðin boðaði lokanir vega í dag milli Hvolsvallar og Víkur og milli Skeiðarársands og Öræfasveitar.

Lokanir taka gildi á hádegi í dag og er talið að ekki verði opnað á ný fyrr en seinni hluta dagsins á morgun, miðvikudag.

Vegagerðin hefur jafnframt beint því til vegfarenda að kalt veður með stífri norðanátt hafi mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn bindist illa við yfirborð vega. Það geti því verið hált þrátt fyrir hálkuvarnir.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Suðausturland og miðhálendið. Von er á stormi eða roki á Suðurlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.