Innlent

Göngin sönnuðu gildi sitt eftir slys

Sveinn Arnarsson skrifar
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Tvennt slasaðist alvarlega í gær í Ljósavatnsskarði þegar tvær bifreiðar skullu saman og lentu utan vegar. Voru bifreiðarnar sem um ræðir að koma hvor úr sinni áttinni.

Tvennt var í báðum bifreiðunum. Ökumaður og farþegi í öðrum bílnum slösuðust ekki alvarlega en í hinum bílnum slösuðust báðir alvarlega og voru fluttir til Akureyrar. Klippa þurfti ökumann bifreiðarinnar úr bílnum.

Samkvæmt varðstjóra á vakt hjá Slökkviliðinu á Akureyri skipti miklu máli að Vaðlaheiðargöngin væru komin í gagnið, með þeim hafi viðbragðstími verið styttri en ella og hægt að komast að hinum slösuðu fyrr. Kalt var á svæðinu og hinir slösuðu því orðnir nokkuð kaldir.

Allir fjórir sem lentu í slysinu voru íslenskir ríkisborgarar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×