Telur hugsanlegt að fjöldi Íslendinga fái röng sýklalyf vegna ofnæmisskráningar Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 10:43 Benti Teitur á að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf ef það er skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Vísir/Getty Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Teitur Guðmundsson læknir mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða pensilínofnæmi og að hugsanlega sé fjöldi Íslendinga greindur með ofnæmi fyrir þessu sýklalyfi að ósekju. Vitnaði Teitur í nýja grein sem birtist á vef bandaríska læknatímaritsins Jama þar sem kemur fram að um tíu prósent Bandaríkjamanna séu skráð með ofnæmi fyrir pensilíni en nýja rannsóknir bendi til að mikill meirihluti þeirra sem er skráður með ofnæmi fyrir sýklalyfinu sé í raun ekki með ofnæmi fyrir því. Teitur sagði að mögulega þessi grein benti til þess að líklega séu of margir skráðir með ofnæmi fyrir pensilíni. Það verði til þess að læknar gefi þessum sjúklingum sýklalyf sem geti valdið mun alvarlegri aukaverkunum og sjúklingar fari þá á mis við bestu mögulegu meðferð. Hann sagði að mögulega hafi einhver fengið ofnæmisviðbrögð í æsku við pensilíni. Sjúklingurinn hafi þá kvartað undan lítils háttar útbrotum, kláða eða óþægindum í meltingarvegi. Læknirinn skráði það sem ofnæmi og það sem eftir lifir ævinnar fær sjúklingurinn ekki pensilín heldur mun breiðvirkari sýklalyf sem geta haft verri aukaverkanir og aukið líkur á bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.Sagði Teitur að ofnæmi vegna pensilíns geti verið lífshættulegt í verstu tilfellunum. Ef einhver hefur þó fundið fyrir minniháttar aukaverkunum, líkt og þeim sem taldar voru upp hér fyrir ofan, þá minnki líkurnar á að þær geri vart við sig einhverjum árum seinna og mögulega séu þeir sem skráðir voru með ofnæmi ekki í raun og veru með það. Benti Teitur á að hægt væri að framkvæma ofnæmispróf fyrir pensilíni og tryggja þannig að sjúklingar fái bestu mögulegu meðferðina. Sagði hann ábyrgð lækna mikla þegar kemur að ávísun sýklalyfja. Í Bandaríkjunum séu um 23 til 25 þúsund dauðsföll á ári rakin til ónæmra baktería og það þurfi að gera mikið átak til að koma í veg fyrir lækna séu ekki að ávísa sýklalyfjum þegar það á ekki við. Kostnaðurinn við ofnæmispróf sé einhver en þó smávægilegur miðað við þá vá sem stafar af ónæmum bakteríum. Teitur sagði að fólk gæti leitað til heimilislæknis eftir ráðgjöf í þessum efnum, það er að segja ef það hefur á einhverjum tímapunkti verið skráð með ofnæmi fyrir pensilíni. Hann sagði góða og gilda ástæðu fyrir því að læknar ávísi sýklalyfjum í ákveðið langan tíma, ýmist fimm, sjö eða tíu daga. Það er til að tryggja að bakteríurnar sem sýklalyfin eiga að uppræta séu allar dauðar. Það að hætta sýklalyfjakúr of snemma af því sjúklingnum líður betur getur valdið því að ekki tekst að drepa allar bakteríurnar og þær geti þannig þróað með sér ónæmi og skapað mun meiri vanda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira