„Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 „Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira