„Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 „Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul. Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul.
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira