„Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2019 16:00 „Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul. Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega,“ segir prestneminn og samfélagsmiðla-áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna barðist við búlimíu um árabil og leggur því mikla áherslu á jákvæða líkamsmynd á miðlum sínum, þar sem hún er með meira en fimmtán þúsund fylgjendur.Sjálfsmyndin brotin niður Erna var átján ára gömul þegar sjúkdómurinn varð hvað verstur, þó hann hafi að hennar sögn blundað undir niðri mun lengur, allt frá barnsaldri. „Ég byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað þegar ég var átján ára. Þá tók þetta nýjar hæðir. Það bara braut alla mína sjálfsmynd niður og ég þurfti að byggja hana upp bara í rólegheitunum og er enn að því,“ segir Erna. Við tóku erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. Þá hafi hjálpað henni mikið að deila reynslu sinni og góðum ráðum á samfélagsmiðlum, en hún heldur úti Instagram vefnum Ernuland og Facebook síðunni Jákvæð líkamsímynd.Breyta myndum með tölvuforritum Hún segir poppstjörnur og fyrirsætur með hinn fullkomna líkama hafa haft mótandi áhrif á sína æsku líkt og eflaust fjölda annarra. Og þó umræðan um jákvæða líkamsímynd sé í dag mun háværari segir hún stöðuna þó síst betri. Þannig séu slíkar stjörnur mun aðgengilegri í gegnum samfélagsmiðla auk þess sem dæmi eru um að samfélagsmiðlastjörnur, bæði hér á landi og erlendis, breyti myndum af sér til þess að líkaminn líti betur út. Þessar myndir verði svo fyrirmynd og viðmið fyrir margar ungar stelpur. „Þetta er mjög hættulegt og þetta er til. Það eru til alls konar forrit sem þú getur sótt í símann til að breyta líkamanum þínum án þess að það sjáist. Ég hef meira að segja prófað að gera þetta sjálf og þetta gæti raunverulega verið ég. Ég gæti sett allar svona myndir inn á Instagram og viðkomandi myndi bara halda – svona lítur hún út.“ Erna Kristín ræddi við Ísland í dag í kvöld um búlimíu, jákvæða líkamsmynd, aktívismann á samfélagsmiðlum og hvernig er að vinna í sjálfri sér eftir að hafa verið nauðgað þegar hún var átján ára gömul.
Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira