Tónlist

Víkingur Heiðar tilnefndur til verðlauna tónlistartímarits BBC

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víkingur Heiðar er einn fremsti hljóðfæraleikari Íslendinga.
Víkingur Heiðar er einn fremsti hljóðfæraleikari Íslendinga. Vísir/Eyþór

Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hefur verið tilnefndur til verðlauna á vegum tónlistartímaritsins BBC Music Magazine, sem eins og nafnið gefur til kynna er haldið úti af breska ríkisútvarpinu, BBC.

Víkingur er tilnefndur í flokki hljóðfæraleiks fyrir plötu sína, þar sem hann flytur verk eftir Johann Sebastian Bach.

Tilnefningar eru valdar úr hópi um 200 platna sem tímaritið hefur gefið fullt hús stiga í tónlistargagnrýni sinni á síðastliðnum 12 mánuðum.
Skorið verður úr um sigurvegara með kosningu sem opin er öllum. Kosningunni lýkur 19. febrúar. Hægt er að kjósa hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.