Forsætisráðherra segir tillögur átakshóps dýrmætan vegvísi Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 18:27 Katrín ræddi við Reykjavík síðdegis um tillögur átakshóps í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Mikilvægt er að samstaða sé um tillögur sem átakshópur í húsnæðismálum skilaði í dag, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún telur að tillögurnar verði mikilvægur leiðarvísir þegar stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins reyna að takast á við húsnæðisvanda. Átakshópurinn kynnti fjörutíu tillögur á sjö sviðum á samráðsfundi fulltrúa þriggja ráðuneyta, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, almenna og opinbera vinnumarkaðarins og atvinnurekenda í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði forsætisráðherra og tillögurnar væru víðtækar og að þær byggðu á góðri greiningarvinnu. Þær taki á núverandi vanda og geti þannig gagnast sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður en fjalli einnig um stöðuna til lengri tíma litið. Katrín sagði að talið sé að um 2.200 skorti á næstu árum fram til ársins 2022 til að mæta þörf eftir húsnæði. Mikilvægt sé að skipuleggja uppbyggingu til að hún mæti ekki síst þörf tekjulægra fólks. „Markmiðið er í senn að mæta þörfinni fyrir húsnæði og draga úr framboðsskorti en líka að lækka húsnæðiskostnað sem auðvitað hefur bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólks,“ segir hún. Tillögurnar fjalla meðal annars um hvernig auka megi framboð á húsnæði. Þar á meðal sé hugmynd um að atvinnurekendur og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar ræði möguleika á að fjármagna óhagnaðardrifið leigufélag sem væri helst hugsað fyrir millitekjuhópa. Einnig sé horft til þess hvernig sveitarfélög geta hraðað skipulagsferli sínu og þar með uppbyggingu húsnæðis. „Þarna er líka verið að horfa á samgöngumálin því við viljum ekki búa til nýjan vanda á meðan við leysum annan. Það er mjög mikilvægt að við alla uppbyggingu tryggjum við líka góðar samgöngur,“ sagði forsætisráðherra.Vandinn ekki síst framboðsvandi Spurð að því hvort að komið væri inn á fjármögnun húsnæðiskaupa og erfiðleika fólks við kaup á fyrstu fasteign sagði Katrín að meðal annars væri horft til fjármagnskostnaðar þeirra sem byggja félagslegt húsnæði. Einnig sé von á því að annar hópur skili af sér tillögum sem taki sérstaklega á vanda við fyrstu fasteignakaup á næstunni. Eina mikilvægustu niðurstöðu greiningar átakshópsins sagði Katrín þá að húsnæðisvandinn væri ekki síst framboðsvandi. „Það er mikilvægt að við bregðumst við honum því það mun auðvitað hafa áhrif á húsnæðiskostnað fólks,“ sagði forsætisráðherra. Sumar tillögurnar varða stjórnvöld, aðrar sveitarfélög og enn aðrar aðila vinnumarkaðarins. Katrín sagði að nú hæfist vinna við að skipta tillögunum á milli þessara aðila sem muni í framhaldinu móta aðgerðir.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira