Sigmundur segir ákvörðun Alþingis sorglega Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta í bráðabirgða til að fara með mál Klaustur-þingmanna og Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í siðamálum. Formaður Miðflokksins segir málatilbúnað forseta Alþingis sorglegan. Forsætisnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að hún væri vanhæf, eins og þorri þingmanna, til að fjalla um mögulegt brot sex þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á siðareglum Alþingis í Klausturmálinu svo kallaða þar sem nefndarfólk hafi allt tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Síðan þá hefur mögulegu broti Ágústs Ólafs Ágústssonar einnig verið vísað til nefndarinnar. Því var ákveðið að tilnefna þau Steinunni Þóru Árnadóttur og Harald Benediktsson í embætti varaforseta til að fara með þessi mál og voru þau kosin til þess á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis rakti í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar hvernig kosning tveggja nýrra varaforseta samrýmdist þingskapalögum. „Ég vil svo láta þess getið að það er einróma afstaða bæði í forsætisnefnd og á vettvangi með formönnum þingflokka að taka beri stöðu forsætisnefndar að þessu leyti gagnvart siðareglunum til endurskoðunar,” sagði Steingrímur. Þingmenn Miðflokksins og þeir þingmenn sem reknir voru úr Flokki fólksins eftir Klaustur málið voru einir um að tjá sig um málatilbúnað forseta Alþingis og kosningu varaforsetanna tveggja. En þau telja kosningu þeirra ekki samræmast þingskapalögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði forseta hafa lýst því yfir fyrir áramót að hann hygðist láta breyta lögum. „Og beita þeim svo afturvirkt til að ná ákveðinni niðurstöðu. Einhver hefur sagt honum að það gengi ekki upp. Þá kynnir hann aðra leið sem gengur heldur engan veginn upp og er hreint út sagt fráleit. Nánast fyndin ef hún væri ekki sorgleg vegna þess að hún varðar heiður þingsins,” sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39 Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Segir Steingrím nýta stöðu sína til að setja upp pólitísk réttarhöld í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. 21. janúar 2019 07:39
Segir Steingrím J. Sigfússon einhvern mesta popúlista íslenskra stjórnmála Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og þingmanns Vinstri grænna, í sinn garð sé vel þekkt. Það þýði samt ekki forseti þingsins geti nú leyft sér það að nota aðstöðu sína í einhverja prívat herferð gegn Sigmundi Davíð. 22. janúar 2019 10:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels