Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 23:30 Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, og verkið umtalaða eftir Gunnlaug Blöndal. Fréttablaðið/GVA Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan. Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri og upplýsingafulltrúi Seðlabankans, segir Seðlabankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. Tilgangurinn sé að fegra byggingar og umhverfi þeirra. Þetta kom fram í máli Stefáns Jóhanns í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir það ekki vera rétt að Seðlabankann sé stórtækur í málverkaeign í samanburði við banka og aðrar opinberar stofnanir. „Þetta er nú ekki mjög stórt þó að þetta séu 320 listaverk sem að Seðlabankinn á,“ segir Stefán Jóhann. Nokkur umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að greint var frá því að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal - málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Samráð við arkitekta og listfræðinga Stefán Jóhann segir Seðlabankann hafa haft samráð við arkitekta, sér í lagi þegar núverandi Seðlabankabygging var byggð, um ýmis viðameiri verk. Einnig við listfræðinga um sumt síðar. „Þetta hefur meira að segja verið sett í lög og reglugerðir að opinberar stofnanir, opinberir aðilar, eigi að fegra og auðga umhverfi sitt, skapa þannig vellíðan og um leið er stuðlað að listsköpun í landinu. Ég hugsa að flestir séu bara þokkalega sáttir með það.“ Það er þá ekki skylt að hafa sérstakt safn undir þetta heldur á þetta að vera til að fegra vinnustaðinn?„Jú, það er markmiðið. Að það skapist ákveðið heildarsamræmi í útliti innan byggingar og utan í samræmi við þau viðmið sem að arkitektar og listfræðingar hafa.“Bókfærð verðmæti Aðspurður um verðmæti safnsins, segir hann ákveðið bókfært verðmæti vera í reikningum bankans á listaverkum. „Það þarf ekki endilega að vera markaðsvirði. Það er sjálfsagt dálítið eitthvað annað.[…] Ég gæti giskað á að það gæti verið eitthvað um 200 milljónir, 300 milljónir, sem væri bókfært í listaverkum,“ segir Stefán Jóhann. Hann segir að eitthvað að hafi dregið úr kaupum á listaverkum hjá Seðlabankanum miðað við það sem áður var. Hlusta má á viðtalið við Stefán Jóhann í heild sinni að neðan.
Myndlist Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28