Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. janúar 2019 06:45 Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
„Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Heimilin eru að standa sig vel með því að minnka magnið af sorpi sem fer í gráu tunnurnar. En þau eru líka að flokka meira og betur og við sjáum það sérstaklega í plastinu. Það er ástæða til að hrósa íbúum,“ segir Bjarni Gnýr Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá Sorpu, um niðurstöður nýrrar húsasorpsrannsóknar. Rannsóknin hefur verið gerð árlega frá 1991 og hefur Bjarni yfirumsjón með verkefninu en þar er innihald óflokkaðs sorps sem er hent frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu greint. Tekin eru 100 kílóa sýni úr öllum sorphirðuhverfum höfuðborgarsvæðisins sem eru 26 talsins.Nýjasta könnunin var gerð í nóvember á síðasta ári en niðurstöðurnar voru kynntar fyrir stjórn Sorpu í síðustu viku. Magn óflokkaðs sorps sem hent er í gráar tunnur og í gáma á endurvinnslustöðvum á síðasta ári var 187 kíló á hvern íbúa samanborið við 189,6 kíló árið áður. Þá jókst plast sem skilað var til endurvinnslu í gegnum grænar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar úr 5,3 kílóum á íbúa í sjö kíló. Miklum meirihluta plasts er enn hent með óflokkuðu rusli eða 23,6 kílóum á íbúa sem er þó minna en árið áður þegar það var 26,1 kíló. Þannig skiluðu tæp 23 prósent plasts frá heimilum sér til endurvinnslu á síðasta ári samanborið við tæp 17 prósent árið áður. Heildarmagn plasts minnkaði einnig lítillega eða úr 31,4 kílóum á íbúa í 30,6 kíló. Bjarni segist telja að aukin umræða um plast og endurvinnslu sé að skila sér þótt það sé auðvitað hægt að gera betur.„Þetta sýnir okkur líka að það er til farvegur fyrir plastið sem er mjög mikilvægt. Það hefur verið svolítið í umræðunni að plastið fari í brennslu en ég held að það sé ástæða til að vera jákvæður gagnvart söfnun á plasti,“ segir Bjarni. Heildarmagn pappírs sem fellur til frá heimilum dregst saman milli ára, bæði það sem fer í bláar tunnur, grenndargáma og endurvinnslustöðvar og það sem fer í óflokkað sorp. Þannig skiluðu sér 43,5 kíló á íbúa sér til endurvinnslu á síðasta ári sem var kílói minna en árið áður. Pappír sem endaði í óflokkuðu rusli reyndist 14,7 kíló á íbúa en var 15,9 kíló árið áður. Hlutfall pappírs sem kemur til endurvinnslu frá heimilum jókst því úr 73,7 prósentum í 74,7 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira