Börnin í búsáhaldabyltingunni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. janúar 2019 09:45 Logi Pedro tónlistarmaður var busi í MH þegar mótmælt var við Alþingishúsið árið 2009. Fréttablaðið/Vilhelm Tíu ár eru liðin frá því að búsáhaldabyltingin hófst. Fjölmörg börn og ungmenni voru á mótmælunum. Þeirra á meðal Logi Pedro Stefánsson, Snærós Sindradóttir og Patrick Jens Scheving Thorsteinsson sem gagnrýna lögreglu.Lögreglan gekk hart fram Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson var busi í MH í janúar 2009 og fór á Austurvöll og fylgdist með. „Mér finnst að allar stofnanir sem beita valdi þurfi mikið aðhald. „Ég sá lögreglumenn ganga oft hart fram og gera mistök í þessum mótmælum. Allskonar dæmi sem átti sér stað þarna var ekki í lagi, en á hinn bóginn þá voru þetta aðstæður sem voru hrikalega krefjandi. Og ég hef horft á samfélagsmiðlaherferðir lögreglunnar síðustu ár með ákveðin spurningarmerki í augunum. Það er spurning hversu mjúka ímynd svona valdbeitingarstofnun á að vera með. Það skiptir nefnilega öllu máli að fólk átti sig á því að við verðum að gera mjög skýrar og sterkar kröfur til þessa fólks. Og líka bara viðbrögð lögreglunnar og talsmáti í kringum ákveðin mál. T.d. koma frasar eins og norska aðferðin og annað upp í huga mér. Krafan um gera hreint fyrir sínum dyrum er bara alls ekki nógu hávær innan lögreglunnar. Kannski erfitt að ræða það í þessu samhengi sem búsáhaldarbyltin var en umræða sem hefur ekki farið nægilega hátt.“Snærós í lögreglubílnum.Fréttablaðið/VilhelmNú megi grípa til allra ráða Þegar ljósmyndari smellti mynd af Snærósu Sindradóttur í aftursæti lögreglubíls hafði hún verið í sjö tíma í haldi lögreglu. „Það er ótrúlegt að horfa á þessa mynd núna tíu árum síðar. Ég upplifi hana eitthvað svo friðsæla sem er auðvitað andstæðan við það sem gekk á fyrir utan. Á þessum tímapunkti var ég búin að vera í haldi í sjö klukkustundir eða þar um bil, fyrst í janúarkuldanum í Alþingisgarðinum og síðar í bílakjallara Alþingis, nánar tiltekið sérmerktu bílastæði forseta þingsins,“ segir Snærós. „Það var allan tímann ljóst að lögreglan stóð frammi fyrir verkefni sem hún hafði ekki fengið nokkra þjálfun til að takast á við. Flestar löggurnar gerðu sitt besta, konurnar héldu ró sinni betur, en aðrir voru búnir að missa stjórn á sér. Þegar við vorum leidd út í lögreglubílinn í einfaldri röð varð ég vitni að seinni hópnum að störfum. Þarna mæddi mikið á lögreglunni og lögreglumenn sveifluðu kylfunum í kringum sig að því manni fannst handahófskennt. Á þessari friðsælu mynd er ég líklega í þann veginn að heyra í talstöðinni að nú megi grípa til allra ráða til að kveða mótmælin niður. Það tók lögregluna nokkra daga að ná tökum á aðstæðunum en það gerðist fyrst þegar hópur mótmælenda tók sér stöðu með lögreglunni eina nóttina fyrir utan stjórnarráðið. Í dag eru sett rammgerð járnhlið í þrjátíu metra radíus utan um Alþingi þegar von er á fólki og þau ein og sér taka helsta púðrið úr öllum mótmælum. Líklega munum við því aldrei aftur sjá viðlíka hörku í tengslum við mótmæli hér á landi, að minnsta kosti ekki á Austurvelli. Það er skrýtið að það sé heill áratugur liðinn síðan ég heyrði síðast í takti Búsáhaldabyltingarinnar glymja í höfðinu á mér þegar ég lagði höfuðið á koddann á kvöldin,“ segir Snærós.Patrick Jens Scheving Thorsteinsson á mótmælunum.Fréttablaðið/VilhelmLitlu handjárnin Patrick var ellefu ára gamall og býr um þessar mundir í helli á Kanarí þar sem hann er að skrifa bók. „Það er frekar fínt hér. Ég bý hér í svona hippasamfélagi. Þetta er skemmtilegt fólk. Ég var ellefu ára gamall. Við bjuggum á Akranesi á þessum tíma. Foreldrar mínir vöktu mig, sögðu mér frá þessu og leyfðu mér að koma með á mótmælin. Ég átti að vera í skólanum en foreldrar mínir hringdu mig inn veikan,“ segir Patrick frá. Patrick hafði áður sótt friðsöm mótmæli. Hann mætti jafnan vel búinn og þennan dag var hann með bæði hjálm og öryggisgleraugu. „Þessum mótmælum fylgdi meiri órói. „Ég var auðvitað með foreldrum mínum. Mamma er hins vegar með gigt og þurfti að setjast niður. Ég var alltaf í augsýn hennar. Svo drifu að fleiri lögreglumenn með kylfur og táragas og það var mikill troðiningur. Lögreglan spurði mig um mömmu, hvar hún væri. Ég sagði þeim það og hún veifaði til þeirra. Þeir ákváðu samt að taka mig og ræddu aðeins um það hvort þeir ættu að ná í lítil handjárn. Á endanum var ákveðið að handjárna mig ekki. Ég tók af mér gleraugun en það var gas úti um allt svo ég táraðist. Ég heyrði lögregluna ræða um að það þyrfti að drífa mig í burtu áður en fjölmiðlar kæmu auga á mig. Það myndi ekki líta vel út fyrir þá. En svo mættu þeir og ég endaði á forsíðu DV. „Ég var stoltur yfir því,“ segir Patrick og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hrunið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Tíu ár eru liðin frá því að búsáhaldabyltingin hófst. Fjölmörg börn og ungmenni voru á mótmælunum. Þeirra á meðal Logi Pedro Stefánsson, Snærós Sindradóttir og Patrick Jens Scheving Thorsteinsson sem gagnrýna lögreglu.Lögreglan gekk hart fram Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson var busi í MH í janúar 2009 og fór á Austurvöll og fylgdist með. „Mér finnst að allar stofnanir sem beita valdi þurfi mikið aðhald. „Ég sá lögreglumenn ganga oft hart fram og gera mistök í þessum mótmælum. Allskonar dæmi sem átti sér stað þarna var ekki í lagi, en á hinn bóginn þá voru þetta aðstæður sem voru hrikalega krefjandi. Og ég hef horft á samfélagsmiðlaherferðir lögreglunnar síðustu ár með ákveðin spurningarmerki í augunum. Það er spurning hversu mjúka ímynd svona valdbeitingarstofnun á að vera með. Það skiptir nefnilega öllu máli að fólk átti sig á því að við verðum að gera mjög skýrar og sterkar kröfur til þessa fólks. Og líka bara viðbrögð lögreglunnar og talsmáti í kringum ákveðin mál. T.d. koma frasar eins og norska aðferðin og annað upp í huga mér. Krafan um gera hreint fyrir sínum dyrum er bara alls ekki nógu hávær innan lögreglunnar. Kannski erfitt að ræða það í þessu samhengi sem búsáhaldarbyltin var en umræða sem hefur ekki farið nægilega hátt.“Snærós í lögreglubílnum.Fréttablaðið/VilhelmNú megi grípa til allra ráða Þegar ljósmyndari smellti mynd af Snærósu Sindradóttur í aftursæti lögreglubíls hafði hún verið í sjö tíma í haldi lögreglu. „Það er ótrúlegt að horfa á þessa mynd núna tíu árum síðar. Ég upplifi hana eitthvað svo friðsæla sem er auðvitað andstæðan við það sem gekk á fyrir utan. Á þessum tímapunkti var ég búin að vera í haldi í sjö klukkustundir eða þar um bil, fyrst í janúarkuldanum í Alþingisgarðinum og síðar í bílakjallara Alþingis, nánar tiltekið sérmerktu bílastæði forseta þingsins,“ segir Snærós. „Það var allan tímann ljóst að lögreglan stóð frammi fyrir verkefni sem hún hafði ekki fengið nokkra þjálfun til að takast á við. Flestar löggurnar gerðu sitt besta, konurnar héldu ró sinni betur, en aðrir voru búnir að missa stjórn á sér. Þegar við vorum leidd út í lögreglubílinn í einfaldri röð varð ég vitni að seinni hópnum að störfum. Þarna mæddi mikið á lögreglunni og lögreglumenn sveifluðu kylfunum í kringum sig að því manni fannst handahófskennt. Á þessari friðsælu mynd er ég líklega í þann veginn að heyra í talstöðinni að nú megi grípa til allra ráða til að kveða mótmælin niður. Það tók lögregluna nokkra daga að ná tökum á aðstæðunum en það gerðist fyrst þegar hópur mótmælenda tók sér stöðu með lögreglunni eina nóttina fyrir utan stjórnarráðið. Í dag eru sett rammgerð járnhlið í þrjátíu metra radíus utan um Alþingi þegar von er á fólki og þau ein og sér taka helsta púðrið úr öllum mótmælum. Líklega munum við því aldrei aftur sjá viðlíka hörku í tengslum við mótmæli hér á landi, að minnsta kosti ekki á Austurvelli. Það er skrýtið að það sé heill áratugur liðinn síðan ég heyrði síðast í takti Búsáhaldabyltingarinnar glymja í höfðinu á mér þegar ég lagði höfuðið á koddann á kvöldin,“ segir Snærós.Patrick Jens Scheving Thorsteinsson á mótmælunum.Fréttablaðið/VilhelmLitlu handjárnin Patrick var ellefu ára gamall og býr um þessar mundir í helli á Kanarí þar sem hann er að skrifa bók. „Það er frekar fínt hér. Ég bý hér í svona hippasamfélagi. Þetta er skemmtilegt fólk. Ég var ellefu ára gamall. Við bjuggum á Akranesi á þessum tíma. Foreldrar mínir vöktu mig, sögðu mér frá þessu og leyfðu mér að koma með á mótmælin. Ég átti að vera í skólanum en foreldrar mínir hringdu mig inn veikan,“ segir Patrick frá. Patrick hafði áður sótt friðsöm mótmæli. Hann mætti jafnan vel búinn og þennan dag var hann með bæði hjálm og öryggisgleraugu. „Þessum mótmælum fylgdi meiri órói. „Ég var auðvitað með foreldrum mínum. Mamma er hins vegar með gigt og þurfti að setjast niður. Ég var alltaf í augsýn hennar. Svo drifu að fleiri lögreglumenn með kylfur og táragas og það var mikill troðiningur. Lögreglan spurði mig um mömmu, hvar hún væri. Ég sagði þeim það og hún veifaði til þeirra. Þeir ákváðu samt að taka mig og ræddu aðeins um það hvort þeir ættu að ná í lítil handjárn. Á endanum var ákveðið að handjárna mig ekki. Ég tók af mér gleraugun en það var gas úti um allt svo ég táraðist. Ég heyrði lögregluna ræða um að það þyrfti að drífa mig í burtu áður en fjölmiðlar kæmu auga á mig. Það myndi ekki líta vel út fyrir þá. En svo mættu þeir og ég endaði á forsíðu DV. „Ég var stoltur yfir því,“ segir Patrick og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hrunið Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira