Dáði Sigmund Davíð en segir viðbrögðin barnaleg: „Mér finnst þeir reiðir út í allt og alla“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2019 17:58 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með viðbrögðum fyrrverandi samflokksmanna hennar. Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi samflokksmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir viðbrögð Klaustursmanna vera barnaleg. „Manni líður bara mjög illa yfir þessu öllu saman. Þetta eru samherjar eins og þú segir. Ég vann náttúrulega mest með Sigmundi Davíð og dáði hann fyrir margra hluta sakir. Þetta hefur bara verið erfiður tími. Mér finnst þeir reiðir út í allt og alla.“ Þetta segir Sigrún en hún var gestur ásamt Benedikt Jóhannessyni fyrrverandi fjármálaráðherra, Sonju Þorbergsdóttur formanni BSRB og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Þetta var mjög alvarlegur atburður sem gerðist þarna á þessum fræga bar,“ segir Sigrún sem segir Klaustursmenn benda út og suður þegar hreinlegast væri að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Að mati Sigrúnar ættu þeir að hætta að „vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er,“ eins og Sigrún komst að orði. Hún vildi þó ekki leggja dóm á það hvort þeim væri sætt áfram á Alþingi því hann sé sérstakur vinnustaður. „Sá sem situr þar inni lýtur því að hafa verið kosinn í frjálsum kosningum og hefur það lið á bak við sig og á meðan það styður viðkomandi er hann þingmaður að mínu mati,“ segir Sigrún.Sonja Þorbergsdóttir segir að baktal falli undir siðareglur þingsins sem lúti að einelti og áreitni.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKBaktal ein birtingarmynd eineltis Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðkvæðið í iðulega að „Alþingi sé svo sérstakur vinnustaður“ en henni finnst mikilvægt að halda því til haga að siðareglur Alþingis fjalli um bann við einelti og áreitni. „Ein af birtingarmyndum þess er baktal,“ segir Sonja og bætir við að það sé stór misskilningur að ummælin sem voru látin falla á Klaustur bar falli ekki undir skilgreiningar siðareglnanna vegna þess að þeir sem urðu fyrir illu umtali þingmannanna hafi ekki verið viðstaddir. Hún segir að málið varði annars vegar slæma vinnustaðamenningu og hins vegar trúverðugleika umræddra þingmanna.Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar fjallaði um viðbrögð Klaustursmanna í Vikulokunum í dag.Vísir/ÞÞTelur Klaustursmenn hafa tekið yfirvegaða ákvörðun um viðbrögð Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar tekur undir gagnrýni Sigrúnar vegna viðbragða Klaustursmanna. Honum virðist að þeir hafi tekið yfirvegaða ákvörðun að „hjóla í allt og annað, gera allt vitlaust og fá athygli“. Hann tekur mið af „stórkarlalegum yfirlýsingum“ Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum og segir að slík nálgun geti verið til hagsbóta fyrir ákveðna þingmenn. „Við höfum séð það til dæmis í Bandaríkjunum að það getur hjálpað þér að ákveðinn hópur kjósenda kunni vel að meta þetta,“ segir Jón Trausti sem bætir þó við að skýringar á borð við stóla, reiðhjól og eins og hálfs sólarhrings óminni vegna drykkju gangi tæplega upp. „Ég held að samfélagið í heild sinni yrði bættara, eins og hefur verið sagt hérna, að menn gætu axlað ábyrgð á því að hafa hegðað sér mjög illa“. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi samflokksmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir viðbrögð Klaustursmanna vera barnaleg. „Manni líður bara mjög illa yfir þessu öllu saman. Þetta eru samherjar eins og þú segir. Ég vann náttúrulega mest með Sigmundi Davíð og dáði hann fyrir margra hluta sakir. Þetta hefur bara verið erfiður tími. Mér finnst þeir reiðir út í allt og alla.“ Þetta segir Sigrún en hún var gestur ásamt Benedikt Jóhannessyni fyrrverandi fjármálaráðherra, Sonju Þorbergsdóttur formanni BSRB og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun. „Þetta var mjög alvarlegur atburður sem gerðist þarna á þessum fræga bar,“ segir Sigrún sem segir Klaustursmenn benda út og suður þegar hreinlegast væri að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Að mati Sigrúnar ættu þeir að hætta að „vera reiðir út í allt og alla og reyna að njóta þess sem gott er,“ eins og Sigrún komst að orði. Hún vildi þó ekki leggja dóm á það hvort þeim væri sætt áfram á Alþingi því hann sé sérstakur vinnustaður. „Sá sem situr þar inni lýtur því að hafa verið kosinn í frjálsum kosningum og hefur það lið á bak við sig og á meðan það styður viðkomandi er hann þingmaður að mínu mati,“ segir Sigrún.Sonja Þorbergsdóttir segir að baktal falli undir siðareglur þingsins sem lúti að einelti og áreitni.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKBaktal ein birtingarmynd eineltis Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að viðkvæðið í iðulega að „Alþingi sé svo sérstakur vinnustaður“ en henni finnst mikilvægt að halda því til haga að siðareglur Alþingis fjalli um bann við einelti og áreitni. „Ein af birtingarmyndum þess er baktal,“ segir Sonja og bætir við að það sé stór misskilningur að ummælin sem voru látin falla á Klaustur bar falli ekki undir skilgreiningar siðareglnanna vegna þess að þeir sem urðu fyrir illu umtali þingmannanna hafi ekki verið viðstaddir. Hún segir að málið varði annars vegar slæma vinnustaðamenningu og hins vegar trúverðugleika umræddra þingmanna.Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar fjallaði um viðbrögð Klaustursmanna í Vikulokunum í dag.Vísir/ÞÞTelur Klaustursmenn hafa tekið yfirvegaða ákvörðun um viðbrögð Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar tekur undir gagnrýni Sigrúnar vegna viðbragða Klaustursmanna. Honum virðist að þeir hafi tekið yfirvegaða ákvörðun að „hjóla í allt og annað, gera allt vitlaust og fá athygli“. Hann tekur mið af „stórkarlalegum yfirlýsingum“ Sigmundar Davíðs í fjölmiðlum og segir að slík nálgun geti verið til hagsbóta fyrir ákveðna þingmenn. „Við höfum séð það til dæmis í Bandaríkjunum að það getur hjálpað þér að ákveðinn hópur kjósenda kunni vel að meta þetta,“ segir Jón Trausti sem bætir þó við að skýringar á borð við stóla, reiðhjól og eins og hálfs sólarhrings óminni vegna drykkju gangi tæplega upp. „Ég held að samfélagið í heild sinni yrði bættara, eins og hefur verið sagt hérna, að menn gætu axlað ábyrgð á því að hafa hegðað sér mjög illa“.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig ekki um ákæru: „Ég ætla að skoða þetta“ Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13