„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 10:15 Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. Karl Gauti og Ólafur voru á meðal þeirra sex þingmanna sem komu saman á Klaustur Bar í nóvember en samtal þingmannanna var tekið upp af Báru Halldórsdóttur. Hún sendi upptökurnar á fjölmiðla sem hófu svo að fjalla um samræðurnar en á upptökunum mátti heyra Klaustursþingmennina, eins og hópurinn hefur verið kallaður, fara ófögrum orðum um meðal annars samstarfsmenn sína á þingi. Ein af þeim sem fékk hvað versta útreið í samræðunum var Inga Sæland. Hún ræddi málið og eftirmála þess í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í síðustu viku sneru þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur til þingstarfa eftir að hafa verið í ótímabundnu leyfi vegna Klaustursmálsins.Vildi óska að málinu væri lokið Inga var spurð að því hvort að málinu væri lokið. „Ég vildi óska þess að svo væri vegna þess að eins og hún sagði okkar ágæti menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, að þessir aðilar sem þarna sátu þeir eigi ekki á neinum tíma að vera með dagskrárvaldið og okkur ber náttúrulega skylda til að vinna okkar vinnu. En eðli málsins samkvæmt þá er það svolítið þrúgandi, maður er svona einhvern veginn í ákveðnu limbói þó að maður sé að berjast í málefnunum og halda áfram að vinna,“ sagði Inga. Hún sagði málið vera risaskugga og það væri verulega óþægilegt að vera í þinginu núna með alla þingmennina sem sátu á Klaustri aftur komna á þing. „Þinghúsið er lítið þannig að maður er ítrekað að rekast á þessa einstaklinga sem eru ekki bara búnir að taka niður konur og samkynhneigða og fatlað fólk, þetta er bara hræðilegt.“Sannfærð um að Karl Gauti og Ólafur gangi í Miðflokkinn Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um Klaustursupptökurnar ákvað Flokkur fólksins að reka þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum. Inga kvaðst sannfærð um að þeir hafi ætlað sér að ganga í Miðflokkinn og telur hún að það muni sannast á næstu dögum. Aðspurð hvort það hafi ekki verið mistök hjá flokknum að reka þá en biðja þá ekki um að stíga til hliðar og fá þá inn varamenn sagði hún: „Mistök eða ekki mistök. Við vorum þarna á þremur fundum. Það var ekki bara stjórn, níu manna, heldur var grasrótin kölluð saman, framkvæmdastjórn og annað. Þetta var bara ákveðið, þetta var ákvörðun sem var tekin. Það var bara litið á þá, þetta væri gjörsamlega óásættanlegt og ef að við myndum ekki grípa til einhverra ráðstafana til að sýna okkar heiðarleika og einlægni og vilja til að breyta siðferðinu á Alþingi Íslendinga, eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara.“ Hlusta má á viðtalið við Ingu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Bítið Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara. Karl Gauti og Ólafur voru á meðal þeirra sex þingmanna sem komu saman á Klaustur Bar í nóvember en samtal þingmannanna var tekið upp af Báru Halldórsdóttur. Hún sendi upptökurnar á fjölmiðla sem hófu svo að fjalla um samræðurnar en á upptökunum mátti heyra Klaustursþingmennina, eins og hópurinn hefur verið kallaður, fara ófögrum orðum um meðal annars samstarfsmenn sína á þingi. Ein af þeim sem fékk hvað versta útreið í samræðunum var Inga Sæland. Hún ræddi málið og eftirmála þess í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í síðustu viku sneru þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur til þingstarfa eftir að hafa verið í ótímabundnu leyfi vegna Klaustursmálsins.Vildi óska að málinu væri lokið Inga var spurð að því hvort að málinu væri lokið. „Ég vildi óska þess að svo væri vegna þess að eins og hún sagði okkar ágæti menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, að þessir aðilar sem þarna sátu þeir eigi ekki á neinum tíma að vera með dagskrárvaldið og okkur ber náttúrulega skylda til að vinna okkar vinnu. En eðli málsins samkvæmt þá er það svolítið þrúgandi, maður er svona einhvern veginn í ákveðnu limbói þó að maður sé að berjast í málefnunum og halda áfram að vinna,“ sagði Inga. Hún sagði málið vera risaskugga og það væri verulega óþægilegt að vera í þinginu núna með alla þingmennina sem sátu á Klaustri aftur komna á þing. „Þinghúsið er lítið þannig að maður er ítrekað að rekast á þessa einstaklinga sem eru ekki bara búnir að taka niður konur og samkynhneigða og fatlað fólk, þetta er bara hræðilegt.“Sannfærð um að Karl Gauti og Ólafur gangi í Miðflokkinn Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um Klaustursupptökurnar ákvað Flokkur fólksins að reka þá Karl Gauta og Ólaf úr flokknum. Inga kvaðst sannfærð um að þeir hafi ætlað sér að ganga í Miðflokkinn og telur hún að það muni sannast á næstu dögum. Aðspurð hvort það hafi ekki verið mistök hjá flokknum að reka þá en biðja þá ekki um að stíga til hliðar og fá þá inn varamenn sagði hún: „Mistök eða ekki mistök. Við vorum þarna á þremur fundum. Það var ekki bara stjórn, níu manna, heldur var grasrótin kölluð saman, framkvæmdastjórn og annað. Þetta var bara ákveðið, þetta var ákvörðun sem var tekin. Það var bara litið á þá, þetta væri gjörsamlega óásættanlegt og ef að við myndum ekki grípa til einhverra ráðstafana til að sýna okkar heiðarleika og einlægni og vilja til að breyta siðferðinu á Alþingi Íslendinga, eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara.“ Hlusta má á viðtalið við Ingu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Bítið Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02 Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
„Kjörnir fulltrúar geta ekki haft þessar skoðanir“ Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við heimspekideild Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, óttast að Miðflokksþingmennirnir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson eigi ekki hæglega afturkvæmt á Alþingi eftir leyfið sem þeir tóku sér vegna Klaustursmálsins. 27. janúar 2019 12:02
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30