Töldu ekki tilefni til að bregðast við vegna ákæru Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 10:25 Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurlandi telur ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang lögreglumanns sem hefur verið ákærður með neinum hætti á meðan mál hans er rekið fyrir dómi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu embættisins vegna lögreglumanns sem er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum við að þvinga ökumann af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn hafði veitt bifreið eftirför vegna umferðar- og hegningarlaga bílstjórans. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðarinnar á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt ákærunni hafði þetta þær afleiðingar í för með sér að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur, og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut ökumaðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.Í yfirlýsingu embættisins er fullyrt að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Þar segir jafnframt að lögreglan búi við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það sé hinn eðlilegi farvegur slíkra mála innan þess réttarkerfis sem lýðræðið byggir á. „Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leyti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurlandi telur ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang lögreglumanns sem hefur verið ákærður með neinum hætti á meðan mál hans er rekið fyrir dómi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu embættisins vegna lögreglumanns sem er sakaður um að hafa ekki beitt lögmætum aðferðum við að þvinga ökumann af Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Lögreglumaðurinn hafði veitt bifreið eftirför vegna umferðar- og hegningarlaga bílstjórans. Ók lögreglumaðurinn þrívegis á vinstra afturhorn bifreiðarinnar á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Samkvæmt ákærunni hafði þetta þær afleiðingar í för með sér að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum sem snerist á veginum, fór út af honum, valt tvær veltur, og endaði á réttum kili. Af þessu hlaut ökumaðurinn brot á sjöunda hálslið og tíu sentímetra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.Í yfirlýsingu embættisins er fullyrt að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Þar segir jafnframt að lögreglan búi við það að sæta skoðun á störfum sínum af hálfu ákæruvalds og eftir atvikum dómstóla í öllum sínum verkum. Það sé hinn eðlilegi farvegur slíkra mála innan þess réttarkerfis sem lýðræðið byggir á. „Yfirstjórn embættisins hefur farið yfir málið og mat hennar er að þrátt fyrir útgáfu ákærunnar sé ekki tilefni til að breyta eða færa starfsvettvang viðkomandi starfsmanns með neinum hætti meðan á meðferð málsins stendur fyrir dómi. Embættið mun að öðru leyti en þessu ekki tjá sig um málið meðan á meðferð þess stendur fyrir dómstólum,“ segir í yfirlýsingunni. Formaður Landssambands lögreglumanna sagði í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri undrandi á ákærunni þar sem aðferðin sem lögreglumaðurinn hafi beitt sé viðurkennd þegar komi að því að stöðva bifreiðar á flótta undan lögreglu, bæði hérlendis og á öðrum vesturlöndum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Lögreglumaður sakaður um að beita ólögmætum aðferðum við að þvinga bíl af veginum Ökumaðurinn brotnaði á hálslið og hlaut langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu. 28. janúar 2019 14:08