Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 11:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar. Vísir/Vilhelm „Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05