Samfélagsmiðlar og falsfréttir til umræðu í þjóðaröryggisráði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 14:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett þá ógn sem talið er að lýðræðinu stafi af samfélagsmiðlum og falsfréttum á dagskrá þjóðaröryggisráðs. vísir/vilhelm Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag. Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag.
Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira