Innlent

Umskurðarfrumvarp ekki fyrir þingið

Sveinn Arnarsson skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarfloks. Vísir/Vilhelm

Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á hegningarlögum með það að markmiði að banna umskurð drengja nema læknisfræðileg rök liggi að baki, verður ekki lagt fram á þessu þingi óbreytt.

Frumvarpið var harðlega gagnrýnt af trúarsamtökum gyðinga um alla heimsbyggðina.

Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en allsherjar- og menntamálanefnd vildi að því yrði vísað frá og það sent forsætisráðuneytinu til skoðunar.

Silja Dögg sagði tilgang frumvarpsins þann að verja hagsmuni barna og vildi að málið yrði unnið faglega í ráðuneytinu.

„Ég get sagt að frumvarpið verður ekki lagt fyrir þingið í óbreyttri mynd, það er að segja sem breyting á hegningarlögum,“ segir Silja Dögg „Ég tel það ekki málinu til framgangs. Hins vegar er ég enn áfram um að berjast fyrir mannréttindum barna.“

Þrátt fyrir harða gagnrýni á frumvarpið studdu það um 600 hjúkrunarfræðingar og 400 læknar sögðu að umskurður drengja af trúarlegum ástæðum gengi gegn Genfaryfirlýsingu lækna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.