Innlent

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki útilokað veggjöld að sögn borgarstjóra

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Samgönguráðherra kynnti hugmyndir um veggjöld á Alþingi í byrjun desember en þar kom fram að slík gjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum út frá höfuðborginni. Málið mætti mikilli andstöðu á Alþingi og var ákveðið að klára málið fyrir 1. febrúar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilji koma að útfærslu á slíkum gjöldum.

„Meginafstaða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er að tillögur sem að við höfum unnið með Vegagerðinni og Samgönguráðuneytinu um tæplega níutíu milljarða framkvæmdir á svæðinu þurfi að komast til framkvæmda á næstu fimm til fimmtán árum.  Ríkið hefur sett fram að til að fjármagna hluta af þessu þurfi að grípa til nýrrar tekjuöflunar eins og veggjalda. Við höfum ekki útilokað það en höfum sagt að við viljum koma að útfærslu slíkra hugmynda,“ segir Dagur. 

 Dagur segir kynningu á útfærslunum væntanlega.

„Það verður stjórnarfundur hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku, ég veit ekki hversu ítarleg sú kynning verður. En það er alveg ljóst að það er mikil fjárfestingarþörf fyrir stofnframkvæmdir og almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Dagur að lokum.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.