Lífið

Piparsveinninn Colton reyndi að flýja úr The Bachelor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Colton má ekki tjá sig mikið um þáttinn.
Colton má ekki tjá sig mikið um þáttinn.
23. þáttaröðin af The Bachelor  hófst á dögunum en þættirnir eru gríðarlega vinsælir í Bandaríkjunum og um allan heim.

Að þessu sinni heitir piparsveinninn heitir Colton Underwood og hefur hann heldur betur komið við sögu áður í þáttunum. Hann barðist um hjarta Beccu Kufrin í síðustu þáttaröð af The Bachelorette og var hann með síðustu mönnum sem féllu úr leik.

Í þeirri seríu kom í ljós að Colton er hreinn sveinn og opnaði hann sig um það fyrir bandarísku þjóðinni. Eftir þá þáttaröð tók Colton þátt í Bachelor in Paradise og eru margir að fylgjast með þeirri þáttaröð í dag.

Þar var hann í nokkuð alvarlegu sambandi með Tia Booth en því lauk í þáttunum. Annar þátturinn af The Bachelor fór í loftið vestanhafs á sjónvarpsstöðinni ABC í gær en eins og margir vita er bandaríski spjallþáttastjórinn Jimmy Kimmel mikill aðdáandi þáttanna og fékk hann Colton sjálfan í spjall í gær.

Í fyrsta þættinum var sýnt brot úr allra seríunni en búið er að taka upp alla þáttaröðina nú þegar. Þar kemur í ljós að Colton reynir að flýja úr þáttunum og segir hann örlítið frá því í viðtalinu hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.