Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. janúar 2019 07:45 Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. vísir/Vilhelm Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þeim fjölgar um sjö prósent milli kannana sem hafa þessar áhyggjur. Gjörðir okkar endurspegla þó ekki endilega þessar áhyggjur. Umhverfisráðherra segir stjórnvöld deila þessum áhyggjum og því sé verið að grípa til aðgerða. Á föstudag fer fram umhverfisráðstefna í Hörpu á vegum Gallup þar sem fjallað verður um niðurstöðu könnunarinnar í heild sinni. Í einni spurningu hennar var fólk spurt út í afstöðu til fullyrðingarinnar hvort það hefði áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á það eða fjölskyldu þess. 66,9 prósent voru sammála. 21,5 prósent sögðu hvorki né, en aðeins 11,6 prósent sögðust ósammála. En áhyggjur eru eitt, aðgerðir eru annað og verðum að gera betur, segir stjörnufræðikennarinn og umhverfisverndarsinninn Sævar Helgi Bragason. Síðastliðið ár hefur hann lagst yfir stöðu loftslagsmála við vinnu að nýrri þáttaröð um málefnið sem sýnd verður á RÚV í mars. „Við erum engan veginn að standa okkur og ég er ekki bjartsýnn á að fólk sé yfirhöfuð tilbúið að fórna einhverju af því sem það kallar lífsgæði sín en eru það kannski ekki,“ segir Sævar. Íslendingar séu ein neyslufrekasta þjóð í Evrópu og losun og sóun á haus með því mesta sem gerist í heiminum. Höfuðborgarbúar eru einnig grátlega háðir einkabílnum. „Við þurfum alls ekki að nota bíla svona mikið. Við erum bara löt þegar öllu er á botninn hvolft. Þó við séum fámenn getum við allavega verið fyrirmynd annarra og það er dýrmætt í heimi sem verður að breytast sem allra fyrst. Og þar er ekki nokkur maður undanskilinn.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, sem ávarpa mun ráðstefnuna, segir stór skref hafa verið tekin en vissulega megi alltaf gera betur. „Það er greinilegt á könnuninni að meðvitund fólks um alvarleika loftslagsbreytinga hefur aukist og það er mjög jákvætt að umræðan á síðastliðnu ári er að skila sér.“ Bendir hann á að stjórnvöld deili þessum áhyggjum með almenningi og því sé verið að grípa til aðgerða og meira sé í farvatninu. Í haust var lögð fram heildstæð aðgerðaáætlun til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vakning meðal almennings er eitt en getur mengandi iðnaður ekki lagt meira til? „Ég hef verið að hitta fulltrúa þeirra fyrirtækja sem ábyrg eru fyrir mestri mengun, stóriðjan og flugið, til að ræða hvort fyrirtækin séu til í að ganga lengra og koma í þá vegferð með stjórnvöldum að ná kolefnishlutleysi 2040. Til að ná því þurfum við alla með á vagninn,“ segir Guðmundur og bætir við að tekið hafi verið vel í þessar hugmyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira