Tara Margrét: „Þið eruð ekki að hjálpa, þið eruð að gera illt verra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2019 19:02 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu varpar ljósi á afleiðingar fitufordóma á heilsu fólks. Vísir/Hanna Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu segir að það hjálpi ekki feitu fólki þegar fólk láti í ljós áhyggjur sínar af heilsufarslegu ástandi þeirra, í raun geri það illt verra. Tara Margrét skrifaði hugvekju sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Hún fann sig knúna til að skrifa grein í ljósi þeirra viðbragða sem Ísold Halldórudóttir fyrirsæta fékk eftir að viðtal við hana birtist í tímaritinu Dazed á dögunum en hún er mikil baráttukona fyrir líkamsvirðingu. „Eins og venja er þegar feit kona stígur fram á sjónarsviðið án þess að sýna auðmýkt eða skömm fyrir líkama sinn varð allt vitlaust,“ segir Tara Margrét sem tekur mið af frétt Vísis um Ísold en loka þurfti fyrir ummælakerfi vegna meiðandi ummæla sem voru þar viðhöfð. Sjá nánar: Ísold vill að feitt verði fallegtFitufordómar í búning umhyggju og velferðar „Samstundis blésu heilbrigðisriddarar kommentakerfisins e. Concern trollers í lúðra og fordæmdu þessa „rökvillu“ Ísoldar og fóru að flækja meintu óheilbrigði hennar í myndina þrátt fyrir að a) hún talaði ekkert um heilbrigði í viðtalinu og b) þeir vita nákvæmlega ekkert um heilsufar Ísoldar,“ segir Tara Margrét. Hún bendir á að ummælin hafi langflest einkennst af hneykslan, vandlætingu og föðurlegum athugasemdum um heilsufar Ísoldar. Tara Margrét segir að þetta sé ein leið til að setja fitufordóma og hatur í búning umhyggju og velferðar. Ísold hefur vakið töluverða athygli fyrir baráttu sína fyrir líkamsvirðingu.Afleiðingar fitufordóma fyrir heilsu fólks Hvort sem fólk smánar feitt fólk eða viðrar áhyggjur sínar af því á grundvelli heilsufars segir Tara Margrét að áhrifin á feitt fólk séu hin sömu. Hún varpar ljósi á annan þátt sem vert sé að hafa í huga þegar komi að lýðheilsusjónarmiðum. Þannig sé fylgni milli holdafars og heilsu og afleiðingar fitufordóma og mismununar. „Þegar feitt fólk skammast sín gerist margt. Það er líklegra til að draga sig í hlé/einangrast félagslega. Það er líklegra til að draga úr hreyfingu. Það er líklegra til að taka upp óheilbrigðar matarvenjur og fara í þyngdartapsátök sem ekki er hægt að kalla annað en heilsufarsleg hryðjuverk. Það kemur af stað streituhormónum í líkamanum sem eykur líkur á efnaskiptavillu og ýmsum heilsufarslegum kvillum. Þið aukið tíðni fitufordóma í samfélaginu, aukið líkur á að feitt fólk geti ekki farið óáreitt úr húsi, aukið líkur á að feitt fólk fái ekki þá heilbrigðisþjónustu sem það þarfnast/ að feitt fólk þori ekki til læknis af ótta við fordóma,“ útskýrir Tara Margrét. „Við förum ekki vel með það sem okkur þykir ekki vænt um“ Tara Margrét segir að þeir sem raunverulega vilji hjálpa sé það besta sem hægt sé að gera fyrir heilsu feitra að samþykkja það eins og það er og hvetja það til þess að samþykkja líkama sinn og þykja hann fallegur óháð heilsufari. „Við förum ekki vel með það sem okkur þykir ekki vænt um. Tíma ykkar því miklu betur varið í að framkvæma leiðir að því markmiði frekar en að skrifa fitufordómafull komment eða pistla sem standast ekki einu sinni nánari skoðun,“ segir Tara Margrét sem bendir á að lýðheilsufræðingar séu í auknum mæli farnir að beina fólki frá upptekni af líkamsþyngd og áhersla þess í stað lögð á að draga úr fordómum. Upplifi að feita fólkið hafi „svindlað“ Í samtali við fréttastofu er Tara Margrét spurð að því hvers vegna feitt fólk virðist stundum stuða aðra einungis með tilvist sinni. „Það kemur við fólk þegar það sér annað fólk brjóta samfélagslegar reglur á jafn grófan hátt og stolt feitt fólk. Það hefur oft eytt árum, ef ekki áratugum, blóði, tárum og svita í að fylgja samfélagslegum reglum sem kveða á um að ef þú verðir bara nógu grannur verðirðu loksins hamingjusamur og náir árangri í lífinu. Þegar feitt fólk mætir á sjónarsviðið sem hefur náð þessum stað, þ.e. er hamingjusamt og lifir góðu lífi án þess að hafa lagt sömu vinnu á sig veldur það oft erfiðum tilfinningum. Fólk upplifir oft sem að þetta feita fólk hafi „svindlað“ til að komast á leiðarenda“ Heilsa Tengdar fréttir Ísold vill að feitt verði fallegt Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn. 17. janúar 2019 11:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu segir að það hjálpi ekki feitu fólki þegar fólk láti í ljós áhyggjur sínar af heilsufarslegu ástandi þeirra, í raun geri það illt verra. Tara Margrét skrifaði hugvekju sem hún birti á Facebook-síðu sinni. Hún fann sig knúna til að skrifa grein í ljósi þeirra viðbragða sem Ísold Halldórudóttir fyrirsæta fékk eftir að viðtal við hana birtist í tímaritinu Dazed á dögunum en hún er mikil baráttukona fyrir líkamsvirðingu. „Eins og venja er þegar feit kona stígur fram á sjónarsviðið án þess að sýna auðmýkt eða skömm fyrir líkama sinn varð allt vitlaust,“ segir Tara Margrét sem tekur mið af frétt Vísis um Ísold en loka þurfti fyrir ummælakerfi vegna meiðandi ummæla sem voru þar viðhöfð. Sjá nánar: Ísold vill að feitt verði fallegtFitufordómar í búning umhyggju og velferðar „Samstundis blésu heilbrigðisriddarar kommentakerfisins e. Concern trollers í lúðra og fordæmdu þessa „rökvillu“ Ísoldar og fóru að flækja meintu óheilbrigði hennar í myndina þrátt fyrir að a) hún talaði ekkert um heilbrigði í viðtalinu og b) þeir vita nákvæmlega ekkert um heilsufar Ísoldar,“ segir Tara Margrét. Hún bendir á að ummælin hafi langflest einkennst af hneykslan, vandlætingu og föðurlegum athugasemdum um heilsufar Ísoldar. Tara Margrét segir að þetta sé ein leið til að setja fitufordóma og hatur í búning umhyggju og velferðar. Ísold hefur vakið töluverða athygli fyrir baráttu sína fyrir líkamsvirðingu.Afleiðingar fitufordóma fyrir heilsu fólks Hvort sem fólk smánar feitt fólk eða viðrar áhyggjur sínar af því á grundvelli heilsufars segir Tara Margrét að áhrifin á feitt fólk séu hin sömu. Hún varpar ljósi á annan þátt sem vert sé að hafa í huga þegar komi að lýðheilsusjónarmiðum. Þannig sé fylgni milli holdafars og heilsu og afleiðingar fitufordóma og mismununar. „Þegar feitt fólk skammast sín gerist margt. Það er líklegra til að draga sig í hlé/einangrast félagslega. Það er líklegra til að draga úr hreyfingu. Það er líklegra til að taka upp óheilbrigðar matarvenjur og fara í þyngdartapsátök sem ekki er hægt að kalla annað en heilsufarsleg hryðjuverk. Það kemur af stað streituhormónum í líkamanum sem eykur líkur á efnaskiptavillu og ýmsum heilsufarslegum kvillum. Þið aukið tíðni fitufordóma í samfélaginu, aukið líkur á að feitt fólk geti ekki farið óáreitt úr húsi, aukið líkur á að feitt fólk fái ekki þá heilbrigðisþjónustu sem það þarfnast/ að feitt fólk þori ekki til læknis af ótta við fordóma,“ útskýrir Tara Margrét. „Við förum ekki vel með það sem okkur þykir ekki vænt um“ Tara Margrét segir að þeir sem raunverulega vilji hjálpa sé það besta sem hægt sé að gera fyrir heilsu feitra að samþykkja það eins og það er og hvetja það til þess að samþykkja líkama sinn og þykja hann fallegur óháð heilsufari. „Við förum ekki vel með það sem okkur þykir ekki vænt um. Tíma ykkar því miklu betur varið í að framkvæma leiðir að því markmiði frekar en að skrifa fitufordómafull komment eða pistla sem standast ekki einu sinni nánari skoðun,“ segir Tara Margrét sem bendir á að lýðheilsufræðingar séu í auknum mæli farnir að beina fólki frá upptekni af líkamsþyngd og áhersla þess í stað lögð á að draga úr fordómum. Upplifi að feita fólkið hafi „svindlað“ Í samtali við fréttastofu er Tara Margrét spurð að því hvers vegna feitt fólk virðist stundum stuða aðra einungis með tilvist sinni. „Það kemur við fólk þegar það sér annað fólk brjóta samfélagslegar reglur á jafn grófan hátt og stolt feitt fólk. Það hefur oft eytt árum, ef ekki áratugum, blóði, tárum og svita í að fylgja samfélagslegum reglum sem kveða á um að ef þú verðir bara nógu grannur verðirðu loksins hamingjusamur og náir árangri í lífinu. Þegar feitt fólk mætir á sjónarsviðið sem hefur náð þessum stað, þ.e. er hamingjusamt og lifir góðu lífi án þess að hafa lagt sömu vinnu á sig veldur það oft erfiðum tilfinningum. Fólk upplifir oft sem að þetta feita fólk hafi „svindlað“ til að komast á leiðarenda“
Heilsa Tengdar fréttir Ísold vill að feitt verði fallegt Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn. 17. janúar 2019 11:30 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ísold vill að feitt verði fallegt Ísold Halldórudóttir er í ítarlegu viðtal við breska miðilinn Dazed þar sem hún opnar sig um að hafa í gegnum tíðina upplifað sig út undan og ekki fundist hún falla inn í hópinn. 17. janúar 2019 11:30