Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2019 15:15 Flugeldar yfir Kópavogi. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu. Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu.
Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45
„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00